Sænsk króna
Útlit
Sænsk króna svensk krona | |
---|---|
Land | Svíþjóð |
Skiptist í | 100 aura (öre) |
ISO 4217-kóði | SEK |
Skammstöfun | kr. |
Mynt | 1, 5, 10 krónur |
Seðlar | 20, 50, 100, 200, 500, 1000 krónur |
Sænsk króna (sænska: svensk krona, fleirtala: kronor) er gjaldmiðill Svíþjóðar. Ein sænsk króna skiptist í 100 aura (öre) en allar auramyntir voru teknar úr notkun 30. september 2010. Krónan hefur verið gjaldmiðill Svíþjóðar síðan árið 1873 þegar hún leysti ríkisdalinn af hólmi.