Fara í innihald

Efnatákn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Efnatákn frumefnanna eru skammstafanir sem notaðar eru til að einfalda framsetningu ritaðra efnaformúla. Þessar skammstafanir eru ákveðnar af Alþjóðasamtökum um fræðilega og hagnýta efnafræði (enska: International Union of Pure and Applied Chemistry, skammstafað IUPAC). Efnatáknin eru ýmist einn eða tveir bókstafir úr latneska stafrófinu.

Núverandi kerfi efnatákna var búið til af Jöns Jakob Berzelius árið 1816. Áður höfðu efnafræðingar notast við myndtákn sem sum hver höfðu verið notuð frá miðöldum í alkemíu. Dæmi um slíkt er táknið fyrir plánetuna Merkúr ☿ sem var tákn fyrir kvikasilfur.

Alþjóðleg heiti margra frumefna eru fengin úr latínu eða grísku. Stundum er það vegna þess að efnið sem um ræðir var þekkt frá klassískri fornöld, en seinni tíma nöfn fylgja sömu formúlu. Þannig er efnatáknið fyrir blý, Pb, stytting á latneska orðinu yfir blý: plumbum; Hg er stytting á gríska orðinu yfir kvikasilfur, hydrargyros; og He er stytting á helium sem er nýlatneskt heiti fyrir helín, en það frumefni var uppgötvað á síðari hluta 19. aldar. Ein undantekning er frá þeirri reglu að nota stafi úr latneska stafrófinu; efnatáknið fyrir volfram, W, er dregið af þýska orðinu wolfram, frá wolf rahm „úlfarjómi“.

Þegar ný frumefni eru búin til á tilraunastofu fá þau þriggja stafa tímabundið efnatákn. Þannig fékk frumefnið hassín í fyrstu efnatáknið Uno, sem var stytting á unniloctium og var opinbert efnatákn efnisins frá 1979 til 1996 þegar það fékk efnatáknið Hs.

Viðurkennd efnatákn

[breyta | breyta frumkóða]
Listi yfir frumefni
Z Efnatákn Nafn Uppruni nafns[1][2][3]
1 H Vetni Gríska hydro- og -gen sem merkir „vatnsmyndari“.
2 He Helín Gríska hḗliossólin“.
3 Li Litín Gríska líþos „steinn“.
4 Be Beryllín Berýl er steind sem dregur nafn sitt af Belur á Suður-Indlandi.
5 B Bór Bórax, steind sem dregur nafn sitt af arabíska orðinu بورق bawraq.
6 C Kolefni Latína carbo „kol“.
7 N Köfnunarefni Gríska nítron og -gen sem merkir „saltpéturmyndari“.
8 O Súrefni Gríska oxy- og -gen sem merkir „sýrumyndari“.
9 F Flúor Latína fluere „að flæða“.
10 Ne Neon Gríska néon „nýr“.
11 Na Natrín Nýlatína natrium, úr þýsku natron.
12 Mg Magnesín Magnesía er hérað í Grikklandi.
13 Al Ál Latína alumen „beiskt salt“, „álún“.
14 Si Kísill Latína silexhrafntinna“.
15 P Fosfór Gríska fōsfóros „ljósberi“.
16 S Brennisteinn Latína sulphur „brennisteinn“.
17 Cl Klór Gríska chlōrós „grængulur“.
18 Ar Argon Gríska argós „óvirkur“.
19 K Kalín Arabíska al-qalyah „plöntuaska“.
20 Ca Kalsín Latína calx kalk.
21 Sc Skandín Latína ScandiaSkandinavía“.
22 Ti Títan Títanar voru synir jarðargyðjunnar í grískri goðafræði.
23 V Vanadín Norræna Vanadís er eitt af nöfnum Freyju.
24 Cr Króm Gríska chróma „litur“.
25 Mn Mangan Úr latínu magnesia negra, sbr. Magnesín.
26 Fe Járn Latína ferrum „járn“.
27 Co Kóbalt Þýska Kobold, hrekkjóttur dvergur í þýskri þjóðtrú.
28 Ni Nikkel Þýska Nickel, hrekkjóttur álfur í þýskri þjóðtrú.
29 Cu Kopar Latína cuprum, úr grísku Κύπρος KýprosKýpur“.
30 Zn Sink Líklega úr þýsku Zinke „fleinn“, „tönn“, þótt sumir hafi stungið upp á persneska orðinu سنگ sang „steinn“.
31 Ga Gallín Latína GalliaGallía“.
32 Ge German Latína GermaniaGermanía“.
33 As Arsen Gríska ἀρσενικόν arsenikón „gult arsenik“ frá fornírönsku tökuorði *zarniya-ka „gylltur“.
34 Se Selen Gríska σελήνη selḗnētunglið“.
35 Br Bróm Gríska βρῶμος brômos „óþefur“.
36 Kr Krypton Gríska κρυπτός kryptós „dulinn“.
37 Rb Rúbidín Latína rubidus „djúprauður“.
38 Sr Strontín Strontian, þorp í Skotlandi.
39 Y Yttrín Ytterby, þorp í Svíþjóð.
40 Zr Sirkon Steindin sirkon.
41 Nb Níóbín Níóbe, dóttir Tantalusar í grískri goðafræði.
42 Mo Mólýbden Gríska μολύβδαινα molýbdaina „blýstykki“, frá μόλυβδος mólybdos „blý“.
43 Tc Teknetín Gríska τεχνητός tekhnētós „tilbúinn“.
44 Ru Rúten Nýlatína Rútenía „Rússland“.
45 Rh Ródín Gríska ῥοδόεις hrodóeis „rósrauður“, frá ῥόδον hródon „rós“.
46 Pd Palladín Loftsteinninn Pallas sem á þeim tíma var talinn vera reikistjarna.
47 Ag Silfur Latína argentum.
48 Cd Kadmín Nýlatína cadmia, eftir Kadmosi konungi.
49 In Indín Latína indicumindigó“.
50 Sn Tin Latína stannum.
51 Sb Antimon Latína stibium „stibnít“.
52 Te Tellúr Latína tellus „jörð“.
53 I Joð Gríska ἰοειδής ioeidḗs „fjóla“.
54 Xe Xenon Gríska ξένον xénon, hvorugkynsmynd ξένος xénos „framandi“.
55 Cs Sesín Latína caesius „himinblár“.
56 Ba Barín Gríska βαρύς barýs „þungur“.
57 La Lantan Gríska λᾰνθᾰ́νειν lantþánein „falinn“.
58 Ce Serín Dvergreikistjarnan Seres, sem á þeim tíma var álitin reikistjarna.
59 Pr Praseódým Gríska πράσιος prásios + δίδυμος dídymos „grænn tvíburi“.
60 Nd Neódým Gríska νέος néos + δίδυμος dídymos „nýr tvíburi“.
61 Pm Prómetín Prómeþeifur í grískri goðafræði.
62 Sm Samarín Eftir steindinni samarskíti sem aftur heitir eftir rússneska námaforstjóranum Vasilíj Samarskíj-Bykhovets.
63 Eu Evrópín Latína EuropaEvrópa“.
64 Gd Gadólín Eftir steindinni gadólíníti sem aftur heitir eftir finnska efnafræðingnum Johan Gadolin.
65 Tb Terbín Ytterby, þorp í Svíþjóð.
66 Dy Dysprósín Gríska δυσπρόσιτος dysprósitos „torsóttur“.
67 Ho Hólmín Nýlatína HolmiaStokkhólmur“.
68 Er Erbín Ytterby, þorp í Svíþjóð.
69 Tm Túlín Latína Thule óþekktur staður í norðri. Mögulega Ísland.
70 Yb Ytterbín Ytterby, þorp í Svíþjóð.
71 Lu Lútetín Latína LutetiaParís“.
72 Hf Hafnín Nýlatína HafniaKaupmannahöfn“.
73 Ta Tantal Tantalos var faðir Níóbe í grískri goðafræði.
74 W Volfram Þýska Wolfram eftir steindinni volframít.
75 Re Renín Latína RhenusRínarfljót“.
76 Os Osmín Gríska ὀσμή osmḗ „lykt“.
77 Ir Iridín Gríska regnbogagyðjan Íris.
78 Pt Platína Spænska platina „smásilfur“, frá plata „silfur“.
79 Au Gull Latína aurum.
80 Hg Kvikasilfur Gríska ὑδράργυρος hydrárgyros „silfurvatn“.
81 Tl Þallín Gríska θαλλός þallós „nýgræðlingur“.
82 Pb Blý Latína plumbum.
83 Bi Bismút Þýska Wismut, frá weiß Masse „hvítur massi“.
84 Po Pólon Latína Polonia „Pólland“, heimaland Marie Curie.
85 At Astat Gríska ἄστατος ástatos „óstöðugur“.
86 Rn Radon Radín.
87 Fr Fransín Frakkland.
88 Ra Radín Úr latínu radius „geisli“.
89 Ac Aktín Gríska ἀκτίς aktís „geisli“.
90 Th Þórín Þór, norrænn þrumuguð.
91 Pa Prótaktín Úr grísku πρῶτος prôtos „fyrir“ + aktín, sem myndast við niðurbrot prótaktíns.
92 U Úran Úranus, sjöunda reikistjarna sólkerfisins.
93 Np Neptúnín Neptúnus, áttunda reikistjarna sólkerfisins.
94 Pu Plútóníum Dvergplánetan Plútó, sem á þeim tíma var álitin níunda reikistjarna sólkerfisins.
95 Am Ameríkín Ameríka, þar sem efnið var fyrst búið til.
96 Cm Kúrín Pierre Curie og Marie Curie, franskir eðlisfræðingar.
97 Bk Berkelín Berkeley í Kaliforníu, þar sem efnið var fyrst búið til.
98 Cf Kalifornín Kalifornía, þar sem efnið var fyrst búið til.
99 Es Einsteinín Albert Einstein, þýskur eðlisfræðingur.
100 Fm Fermín Enrico Fermi, ítalskur eðlisfræðingur.
101 Md Mendelevín Dmítríj Mendelejev, rússneskur efnafræðingur.
102 No Nóbelín Alfred Nobel, sænskur efnafræðingur.
103 Lr Lárensín Ernest O. Lawrence, bandarískur eðlisfræðingur.
104 Rf Rutherfordín Ernest Rutherford, nýsjálenskur efnafræðingur.
105 Db Dubnín Dubna, Rússlandi, þar sem Joint Institute for Nuclear Research er staðsett.
106 Sg Seborgín Glenn T. Seaborg, bandarískur eðlisfræðingur.
107 Bh Bórín Niels Bohr, danskur eðlisfræðingur
108 Hs Hassín Nýlatneska heitið Hassia, yfir Hesse (fylki í Þýskalandi).
109 Mt Meitnerín Lise Meitner, austurrískur eðlisfræðingur.
110 Ds Darmstadtín Darmstadt í Þýskalandi, þar sem efnið var fyrst búið til.
111 Rg Röntgenín Wilhelm Conrad Röntgen, þýskur eðlisfræðingur.
112 Cn Kópernikín Nikulás Kópernikus, pólskur stjörnufræðingur.
113 Nh Nihonín 日本 Nihon er heiti yfir Japan þar sem efnið var fyrst búið til.
114 Fl Flerovín Flerov Laboratory of Nuclear Reactions, er hluti af Joint Institute for Nuclear Research, þar sem efnið var fyrst búið til. Rannsóknarstofan er nefnd eftir rússneska eðlisfræðingnum Georgíj Fljerov.
115 Mc Moskóvín Moskvuhérað, Rússlandi, þar sem efnið var fyrst búið til.
116 Lv Livermorín Lawrence Livermore National Laboratory í Livermore (Kaliforníu), sem bjó til efnið í samstarfi við Joint Institute for Nuclear Research.
117 Ts Tennessín Tennessee í Bandaríkjunum.
118 Og Oganesson Júríj Oganessian, rússneskur eðlisfræðingur.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Periodic Table – Royal Society of Chemistry“. www.rsc.org (enska).
  2. „Online Etymology Dictionary“. etymonline.com (enska).
  3. Emelía Eiríksdóttir (24.9.2010). „Hvað heita öll frumefnin?“. Vísindavefurinn.