Sankti Helena

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Saint Helena
Fáni Sankti Helenu Skjaldarmerki Sankti Helenu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Loyal and Unshakeable
(enska: Trú og óbrigðul)
Þjóðsöngur:
My St. Helena Island (óopinber)
Staðsetning Sankti Helenu
Höfuðborg Jamestown
Opinbert tungumál enska
Stjórnarfar Breskt handanhafssvæði

Drottning
Landstjóri
Elísabet 2.
Mark Andrew Capes
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
208. sæti
410 km²
0
Mannfjöldi
 - Samtals (2008)
 - Þéttleiki byggðar
234. sæti
4.255
35/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2010
0,031 millj. dala (*. sæti)
7.800 dalir (*. sæti)
Gjaldmiðill Sankti Helenupund (SHP)
Tímabelti UTC
Þjóðarlén .sh
Landsnúmer 290

Sankti Helena (sem stundum hefur verið nefnd Elínarey [1] eða Elínareyja á íslensku [2]) er nafn á eyju í Suður-Atlantshafi, en vísar einnig til breskrar stjórnsýslueiningar, sem nær, auk Sankti Helenu, yfir eyjarnar Ascension og Tristan da Cunha. Sankti Helena er líklega frægust fyrir að hafa hýst Napóleon Bónaparte síðustu ár hans í útlegð.

Eyjan er einangruð eldfjallaeyja sem liggur á milli Afríku og Suður-Ameríku í Suður-Atlantshafi. Hún var óbyggð þegar Portúgalir uppgötvuðu hana árið 1502. Hún var notuð sem áfangastaður á siglingaleiðinni milli Gamla og Nýja heimsins öldum saman. Breska Austur-Indíafélagið tók yfir stjórn eyjarinnar árið 1658 og Edmund Halley notaði eyjuna til að rannsaka stjörnur á suðurhimninum árið 1676. Sjúkdómar, þurrkar og uppblástur hrjáðu íbúana. Árið 1723 voru íbúar rúmlega þúsund talsins, þar af um 600 þrælar. Bretar sendu Napoléon Bonaparte þangað í útlegð árið 1815 og þar var hann til dauðadags árið 1821. Í kjölfar Indlandslaganna 1833 varð Sankti Helena að krúnunýlendu eins og Indland. Efnahagur eyjarinnar batnaði vegna hörframleiðslu í byrjun 20. aldar en eftir að gerviefni tóku við hnignaði framleiðslunni og hún lagðist af árið 1965. Árið 2002 fengu íbúar breskan ríkisborgararétt. Frá 2012 hafa bresk stjórnvöld unnið að byggingu flugvallar sem áætlað er að taki til starfa árið 2016.

Vegna einangrunar eyjarinnar er mikið af lífríki hennar sérstætt. Þar voru engin spendýr fyrir komu mannsins en mikið og fjölbreytt fuglalíf. Loftslag eyjunnar er hitabeltisloftslag en hitinn er tempraður af Bengúelastraumnum og staðvindum sem blása nær stöðugt.

Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]

Sankti Helena skiptist í átta umdæmi sem jafnframt eru hagskýrslusvæði og kjördæmi. Tvö fjölmennustu umdæmin eiga tvo fulltrúa hvort í löggjafarráðinu en hin einn hvert.

Umdæmi Sankti Helenu
Umdæmi Stærð
km2
Íbúar
2008
Alarm Forest 5,9 276
Blue Hill 36,5 153
Half Tree Hollow 1,6 901
Jamestown 3,6 714
Levelwood 14,0 316
Longwood 33,4 715
Sandy Bay 15,3 205
Saint Paul's 11,4 795
Konunglega póstskipið
St. Helena
171
Jamestown-höfn - 9
Alls 121,7 4.255

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Tímarit.is
  2. Tímarit.is

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.