Sýrlenskt pund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sýrlenskt pund (merki: LS eða £S; arabíska: الليرة السورية al-līra as-sūriyya, franska: livre syrienne; ISO-skammstöfun: SYP) er ríkisgjaldmiðill Sýrlands og er gefið út af Seðlabanka Sýrlands. Eitt pund skiptist í 100 qirsh (gross) þótt myntin sé ekki lengur gefin út.

Í byrjun 21. aldar var algengt gengi sýrlenska pundsins um 50 pund fyrir hvern Bandaríkjadal en eftir að Sýrlenska borgarastyrjöldin braust út árið 2011 hrundi gengið og var meira en 200 SYP fyrir Bandaríkjadal árið 2013. Eini virki gjaldeyrismarkaður Sýrlands er nú svartur markaður og ströng gjaldeyrishöft eru í gildi.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.