Máritíus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Republic of Mauritius
République de Maurice
Fáni Máritíus Skjaldarmerki Máritíus
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Stella Clavisque Maris Indici
(latína: Stjarna og lykill Indlandshafs)
Þjóðsöngur:
'Motherland'
Staðsetning Máritíus
Höfuðborg Port Louis
Opinbert tungumál ekkert (máritíska, enska og franska í reynd)
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti
Forsætisráðherra
Ameenah Gurib
Navin Ramgoolam
Sjálfstæði
 - frá Bretlandi 12. mars, 1968 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
179. sæti
2.040 km²
0.07
Mannfjöldi
 - Samtals (2012)
 - Þéttleiki byggðar
156. sæti
1.291.456
630/km²
VLF (KMJ) áætl. 2012
 - Samtals 20,2 millj. dala (123. sæti)
 - Á mann 15.591 dalir (66. sæti)
Gjaldmiðill márítísk rúpía (MUR)
Tímabelti UTC +4
Þjóðarlén .mu
Landsnúmer +230

Máritíus er eyríki á Indlandshafi, um 900 km austur af Madagaskar. Auk Máritíus eru eyjarnar Saint Brandon, Rodrigues og Agalegaeyjar hluti ríkisins. Máritíus er hluti af Mascarenhas-eyjaklasanum ásamt frönsku eyjunni Réunion, sem liggur 200 km í suðvestur. Máritíus gerir tilkall til Chagos-eyjaklasans sem er 1.287 kílómetra norðaustur af eyjunum og er undir stjórn Breta. Höfuðborg Máritíus er Port Louis.

Þegar Portúgalir uppgötvuðu eyjuna árið 1507 voru þær óbyggðar. Hollendingar stofnuðu þar nýlendu árið 1638, og nefndu eyjuna eftir þjóðhöfðingja sínum Maurits van Oranje, en hurfu þaðan árið 1710. Fimm árum síðar stofnuðu Frakkar nýlendu á eyjunni og nefndu hana Isle de France. Í Napóleonsstyrjöldunum hertóku Bretar eyjuna sem var undir breskri stjórn til 1968. Máritíus er núna lýðveldi innan Breska samveldisins.

Íbúar Máritíus eru af fjölbreyttum uppruna og flestir tala mörg tungumál. Ekkert opinbert tungumál er á Máritíus en algengustu málin sem eru töluð eru máritíska (kreólamál), enska og franska.

Máritíus er þekkt sem fyrrum heimkynni dúdúfuglsins sem varð aldauða þar eftir miðja 17. öld.

Menntun[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.