Wallis- og Fútúnaeyjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Collectivité de Wallis et Futuna
Fáni Wallis- og Fútúnaeyja Skjaldamerki Wallis- og Fútúnaeyja
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
„Liberté, Égalité, Fraternité“
Þjóðsöngur:
La Marseillaise
Staðsetning Wallis- og Fútúnaeyja
Höfuðborg Mata-Utu
Opinbert tungumál franska
Stjórnarfar
Héraðsstjóri
Þingforseti
Franskt handanhafshérað
Michel Jeanjean
Petelo Hanisi
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
211. sæti
264 km²
~0
Mannfjöldi
 - Samtals (2009)
 - Þéttleiki byggðar
220. sæti
15.289
57,9/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2004
0,188 millj. dala (*. sæti)
3.800 dalir (*. sæti)
Gjaldmiðill CFP-franki
Tímabelti UTC +12
Þjóðarlén .wf
Landsnúmer 681

Wallis- og Fútúnaeyjar eru franskt yfirráðasvæði handan hafsins, aðallega á þremur eldfjallaeyjum í Suður-Kyrrahafi: Wallis, Fútúna og Alofi. Þær tvær síðastnefndu eru líka kallaðar Heimaeyjar. Auk eyjanna tilheyra nokkur rif svæðinu. Eyjarnar eru miðja vegu milli Fídjieyja og Samóa með Túvalú í norðvestri, Tonga í suðaustri, Tókelá í norðaustri og Kíribatí lengra í norður. Eyjarnar eru hluti af Pólýnesíu.

Hollendingar og Bretar uppgötvuðu eyjarnar fyrstir Evrópumanna og nefndu Wallis (Uvea) eftir breska landkönnuðinum Samuel Wallis. Frakkar sendu þangað trúboða árið 1837. Árið 1887 gerði Uvea drottning samning um vernd við Frakkland. Konungar Sigave og Alo fylgdu í kjölfarið. Eyjarnar heyrðu þá undir frönsku nýlenduna Nýju Kaledóníu. Árið 1959 kusu íbúarnir að gerast sjálfstætt franskt yfirráðasvæði sem gekk í gildi 1961. Árið 2003 var þeirri stöðu breytt í handanhafshérað.

Íbúar eyjanna eru um 13.500 og fer fækkandi en yfir 16.000 manns frá eyjunum búa í Nýju Kaledóníu. Langflestir aðhyllast rómversk-kaþólska trú. Tveir þriðju tala wallisísku en tæpur þriðjungur talar fútúnísku. Íbúar lifa aðallega á landbúnaði og fiskveiðum. Á eyjunum eru þrjú konungdæmi: Uvea (Wallis), Sigave (á Fútúna) og Alo (á Fútúna og Alofi). Rúmlega 1000 manns búa í höfuðstaðnum, Mata-Utu, sem er á Uvea.

Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.