Sankti Pierre og Miquelon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Saint-Pierre et Miquelon
Fáni Sankti Pierre og Miquelon Skjaldamerki Sankti Pierre og Miquelon
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
„A mare labor (Atvinna, af hafi)“
Staðsetning Sankti Pierre og Miquelon
Höfuðborg Saint-Pierre
Opinbert tungumál franska
Stjórnarfar Lýðveldi
Stéphane Artano
Patrice Latron
franskt samfélag handan hafs
 - Franskt tilkall 1536 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
214. sæti
242 km²
0
Mannfjöldi
 - Samtals (2011)
 - Þéttleiki byggðar
233. sæti
6.080
25/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2004
0,161131 millj. dala (*. sæti)
26.073 dalir (*. sæti)
Gjaldmiðill evra (EUR)
Tímabelti UTC-3
Þjóðarlén .pm
Landsnúmer 508
Landslag á Sankti Pierre og Miquelon

Sankti Pierre og Miquelon (franska: Saint-Pierre-et-Miquelon) eru nokkrar litlar eyjar sem eru franskt yfirráðasvæði handan hafsins, skammt undan strönd Nýfundnalands. Eyjarnar eru það eina sem eftir er af nýlendunni Nýja-Frakklandi. Franskir og baskneskir fiskimenn námu þar land snemma á 16. öld og notuðu sem miðstöð fyrir þorskveiðar í Norður-Atlantshafi, nokkru áður en Jacques Cartier kom þangað 1536.

Eyjarnar eru í mynni Fortune-flóa við suðurströnd Nýfundnalands rétt hjá Miklabanka þar sem eru auðug fiskimið. Aðalútflutningsvörur eyjanna eru fiskur, humar og fiskafurðir. Efnahagslífið hefur dregist saman vegna minnkandi fiskistofna og takmarkana á fiskveiðum í lögsögu Kanada frá 1992.

Íbúar voru 6.080 í manntali sem gert var árið 2011. Þar af bjuggu 5.456 á Saint-Pierre og 624 á Miquelon-Langlade. Nær allir tala frönsku sem er líkari evrópskri frönsku en kanadískri frönsku. Áður talaði fólk af baskneskum uppruna basknesku en notkun hennar lagðist af seint á 6. áratug 20. aldar.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.