Verðbólga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Kort sem sýnir verðbólgu í hinum ýmsu löndum (2019).

Verðbólga er hugtak í hagfræði, sem á við efnahagsástand sem einkennist af síhækkandi verðlagi á vörum og þjónustu yfir langt tímabil. Verðbólga kemur fyrst og fremst til vegna peningaprentunar. Kostnaðarverðbólga er verðbólga sem er tilkomin vegna þess að laun hækka umfram framleiðni. Óðaverðbólga var heiti sem notað var í fjölmiðlum á 8. áratug 20. aldar til að lýsa verðbólgu á Íslandi og víðar í heiminum, þar sem verðhækkanir mældust í mörgum tugum prósentna á ársgrundvelli eða jafnvel vel yfir 100%. Verðhjöðnun er andstæða verðbólgu og þýðir að verðlag lækkar: þ.e.a.s. að verð á vörum og þjónustu lækkar.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.