Hvítrússnesk rúbla
Útlit
Hvítrússnesk rúbla беларускі рубель | |
---|---|
Land | Hvíta-Rússland |
Skiptist í | 100 kapejkur |
ISO 4217-kóði | BYR |
Skammstöfun | Br |
Mynt | engin |
Seðlar | 100, 500, 1.000, 5.000, 10.000, 20.000, 50.000, 100.000 rúblur |
Hvítrússnesk rúbla (hvítrússneska: рубель, eignarfallsfleirtala: рублёў) er gjaldmiðill Hvíta-Rússlands. Rúblan var tekin í notkun í maí 1992 eftir fall Sovétríkjanna. Árið 2000 var henni skipt út fyrir nýju rúblunni, en ein ný rúbla jafngildi eitt þúsund gömlum. Hvítrússneska rúblan skiptist í 100 kapejkur en þær eru ekki lengur notaðar.