Martinique
Martinique | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: ekkert | |
Þjóðsöngur: 'La Marseillaise' | |
![]() | |
Höfuðborg | Fort-de-France |
Opinbert tungumál | franska |
Stjórnarfar | Lýðveldi
|
Forseti Héraðsforseti |
Emmanuel Macron Alfred Marie-Jeanne |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
*. sæti 1.128 km² 4.2 |
Mannfjöldi - Samtals (2013) - Þéttleiki byggðar |
*. sæti 386.486 340/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2012 |
- Samtals | 10,7 millj. dala (*. sæti) |
- Á mann | 27.688 dalir (*. sæti) |
Gjaldmiðill | evra |
Tímabelti | UTC-4 |
Þjóðarlén | .mq |
Landsnúmer | 596 |
Martinique (eða Martíník) er eyja í austanverðu í Karíbahafi. Eyjan er hluti af Litlu-Antillaeyjum, í Vestur Indíum, norðan við Sankti Lúsíu og sunnan við Dóminíku. Eyjan er eitt af handahafshéruðum Frakklands.
Eyjan varð frönsk nýlenda árið 1635. Frakkar ráku frumbyggja eyjarinnar burt árið 1660 og fluttu inn þræla frá Afríku til að vinna þar á plantekrum. Joséphine de Beauharnais, kona Napóleons fæddist á Martinique árið 1763. Hún var dóttir franskra plantekrueigenda. Upphaflega var höfuðborg eyjarinnar Saint-Pierre en bærinn eyðilagðist þegar eldfjallið Mont Pelée gaus 1902 með þeim afleiðingum að 30.000 íbúar létust. Eftir það var höfuðborgin flutt til Fort-de-France.
Líkt og önnur héruð Frakklands er Martinique hluti af Evrópusambandinu og notar evru sem gjaldmiðil. Margir íbúar tala franska antilleysku þótt franska sé opinbert tungumál.