Fara í innihald

Martinique

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Martiník)
Martinique
Fáni Martinique Skjaldarmerki Martinique
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
La Marseillaise
Staðsetning Martinique
Höfuðborg Fort-de-France
Opinbert tungumál franska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Emmanuel Macron
Héraðsforseti Alfred Marie-Jeanne
Franskt handanhafshérað
 • Nýlenda 1635 
 • Handanhafshérað 1946 
Flatarmál
 • Samtals

1.128 km²
Mannfjöldi
 • Samtals (2021)
 • Þéttleiki byggðar

375.053
354/km²
VLF (KMJ) áætl. 2015
 • Samtals 11,09 millj. dala (23. sæti)
 • Á mann 29.235 dalir
Gjaldmiðill evra
Tímabelti UTC-4
Þjóðarlén .mq
Landsnúmer +596

Martinique (frönsk antilleyska: Matinik eða Matnik; kalinago: Madinina eða Madiana) er eyja í austanverðu Karíbahafi. Eyjan er hluti af Litlu-Antillaeyjum í Vestur Indíum, norðan við Sankti Lúsíu og sunnan við Dóminíku. Eyjan er eitt af handanhafshéruðum Frakklands.

Eyjan varð frönsk nýlenda árið 1635. Frakkar ráku frumbyggja eyjarinnar burt árið 1660 og fluttu inn þræla frá Afríku til að vinna þar á plantekrum. Joséphine de Beauharnais, kona Napóleons fæddist á Martinique árið 1763. Hún var dóttir franskra plantekrueigenda. Upphaflega var höfuðborg eyjarinnar Saint-Pierre en bærinn eyðilagðist þegar eldfjallið Mont Pelée gaus 1902 með þeim afleiðingum að 30.000 íbúar létust. Eftir það var höfuðborgin flutt til Fort-de-France.

Líkt og önnur héruð Frakklands er Martinique hluti af Evrópusambandinu og notar evru sem gjaldmiðil. Margir íbúar tala franska antilleysku þótt franska sé opinbert tungumál.

Heiti eyjunnar á frönsku, Martinique, er dregið af taínósku heiti hennar, Madiana/Madinina, sem merkir „blómaeyja“, eða Matinino, „kvennaeyja“, samkvæmt Kólumbusi sem sigldi til eyjarinnar árið 1502.[1] Samkvæmt sagnfræðingnum Sydney Daney nefndu Karíbar eyjuna Jouanacaëra eða Wanakaera sem merkir „kembueyja“.[2]

Stjórnmál

[breyta | breyta frumkóða]

Stjórnsýslueiningar

[breyta | breyta frumkóða]
Kort sem sýnir sýsluhverfin á Martinique.

Martinique skiptist í fjögur sýsluhverfi (arrondissements) og 34 sveitarfélög (communes). 45 kantónur voru lagðar niður árið 2015. Hverfin eru:

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Encyclopedia Britannica- Martinique“. Sótt 10. júlí 2019.
  2. „Martinique (English)“. French II. Sótt 21. september 2020.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 INSEE. „Recensement de la population en Martinique – 385 551 habitants au 1er janvier 2013“ (franska). Sótt 21. maí 2016.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.