Fídjíeyjar
Matanitu Tu-Vaka-i-koya ko Viti | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Rerevaka na Kalou ka Doka na Tui | |
Þjóðsöngur: God Bless Fiji | |
![]() | |
Höfuðborg | Suva |
Opinbert tungumál | enska, fídjíska, fídji-hindí |
Stjórnarfar | Herforingjastjórn
|
Forseti | Jioji Konrote |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
155. sæti 18.274 km² ~0 |
Mannfjöldi - Samtals (2012) - Þéttleiki byggðar |
161. sæti 858.038 46,4/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2012 |
- Samtals | 4,250 millj. dala (158. sæti) |
- Á mann | 4.728 dalir (128. sæti) |
Gjaldmiðill | fídjískur dalur |
Tímabelti | UTC+12 |
Þjóðarlén | .fj |
Landsnúmer | 679 |
Fídjieyjar er eyríki í Suður-Kyrrahafi, austan við Vanúatú, vestan við Tonga og sunnan við Túvalú. Ríkið er á eyjaklasa sem í eru meira en 332 eyjar, þar af 110 byggðar, og yfir 500 smáeyjar. Meirihluti íbúanna býr á tveimur stærstu eyjunum, Viti Levu og Vanua Levu. Nafnið kemur úr tongverska nafninu yfir eyjarnar, sem er dregið af fídjíska orðinu Viti.
Fídjieyjar tilheyra Melanesíu. Eyjarnar eru um 2000 km norðaustan við Nýja Sjáland. Næstu eyjar eru Vanúatú í vestri, franska eyjan Nýja Kaledónía í suðvestri, nýsjálenska eyjan Kermadec í suðaustri, Tonga í austri, Samóaeyjar og Wallis- og Fútúnaeyjar í norðaustri og Túvalú í norðri.
Flestar Fídjieyjar mynduðust við eldgos fyrir 150 milljón árum. Í dag er jarðhita að finna á eyjunum Vanua Levu og Taveuni. Eyjarnar hafa verið byggðar mönnum frá því á öðru árþúsundinu f.Kr. Hollenskir og breskir landkönnuðir komu til eyjanna á 17. og 18. öld. Bretar gerðu eyjarnar að nýlendu árið 1874 og fluttu þangað verkamenn frá Indlandi til að vinna á sykurplantekrum. Landið fékk sjálfstæði árið 1970. Síðan þá hafa oft blossað upp átök milli Melanesa og Fídjieyinga af indverskum ættum. Fídjieyski herinn er tiltölulega stór og órói innan hans hefur oft endað með valdaráni.