Líbería

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Republic of Liberia
Fáni Líberíu Skjaldarmerki Líberíu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
The love of liberty brought us here
(enska: Frelsisástin færði okkur hingað)
Þjóðsöngur:
All Hail, Liberia, Hail!
Staðsetning Líberíu
Höfuðborg Monróvía
Opinbert tungumál enska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti George Weah
Sjálfstæði
 - Stofnun 1822 
 - Sjálfstæði 26. júlí, 1847 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
103. sæti
97.079 km²
13,5
Mannfjöldi
 - Samtals (2014)
 - Þéttleiki byggðar
127. sæti
4.789.644 (2017)
42/km²
VLF (KMJ) áætl. 2012
 - Samtals 2,675 millj. dala (163. sæti)
 - Á mann 672 dalir (184. sæti)
Gjaldmiðill Líberíudalur
Tímabelti UTC
Þjóðarlén .lr
Landsnúmer 231

Líbería er lítið ríki á vesturströnd Afríku með landamæri að Síerra Leóne, Gíneu og Fílabeinsströndinni. Íbúar eru um 4,7 milljónir (Desember 2017). Enska er opinbert tungumál en um þrjátíu frumbyggjamál eru líka töluð í landinu. Við ströndina eru fenjaskógar og skógar liggja innar í landinu, en innst er hálendi með þurri gresju. Hitabeltisloftslag er ríkjandi með regntímabil frá maí til október en annars þurra, vestlæga staðvinda (harmattan) á þurrkatímabilinu.

Líbería var stofnuð af afkomendum afrískra þræla frá Bandaríkjunum frá 1820 með aðstoð American Colonization Society. Margir þrælar sem bresk og bandarísk skip náðu frá þrælaskipum á 19. öld voru sendir þangað en ekki skilað aftur heim. Árið 1847 lýsti þessi nýlenda yfir sjálfstæði sem Líbería. Höfuðborg hins nýja ríkis var nefnd Monróvía í höfuðið á forseta Bandaríkjanna, James Monroe, sem studdi nýlendustofnunina. Íbúar af bandarískum uppruna mynduðu síðan ríkjandi minnihluta í landinu og hélt áfram miklum tengslum við Bandaríkin. Árið 1980 var stjórn minnihlutans steypt af stóli með hervaldi. Í kjölfarið fylgdu tvær borgarstyrjaldir (1989-1996 og 1999-2003) sem hröktu stóran hluta íbúanna á vergang og lögðu efnahag landsins í rúst. Friðarsamkomulag var undirritað árið 2003 og kosningar voru haldnar árið 2005.

Ungbarnadauði er algengur í Líberíu og árið 2006 var hann hvergi í heiminum algengari en um 66 dauðsföll voru þá á hver þúsund börn. Komu Fílabeinsströndin og Síerra Leóne næst.[1] Um 85% þjóðarinnar eru undir alþjóðlegum fátæktarmörkum.

Kort af Líberíu

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Ríkið Líbería á rætur sínar að rekja til þeldökkra Bandaríkjamanna sem stofnuðu nýlendu þar árið 1822 á vegum American Colonization Society í anda nokkurs konar endurheimtar fyrirheitna landsins. Tengslin við Bandaríkin hafa því verið sterk.

Ellen Johnson Sirleaf var forseti í Líberíu frá 2005 til 2018, og fyrsti kvenforseti í Afríku.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.