Seychelles-eyjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Seychelleseyjar)
Jump to navigation Jump to search
Repiblik Sesel
République des Seychelles
Republic of Seychelles
Fáni Seychelles-eyja Skjaldarmerki Seychelles-eyja
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Finis Coronat Opus
(latína: „endirinn krýnir verkið“)
Þjóðsöngur:
Koste Seselwa
Staðsetning Seychelles-eyja
Höfuðborg Viktoría
Opinbert tungumál seychellíska, enska og franska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Wavel Ramkalawan
Sjálfstæði
 - frá Bretlandi 29. júní 1976 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
181. sæti
459 km²
~0
Mannfjöldi
 - Samtals (2020)
 - Þéttleiki byggðar
200. sæti
98.462
214,5/km²
VLF (KMJ) áætl. 2018
 - Samtals 2,919 millj. dala (168. sæti)
 - Á mann 30.486 dalir (54. sæti)
VÞL (2018) Increase2.svg 0.801 (62. sæti)
Gjaldmiðill seychelles-rúpía
Tímabelti UTC+4
Þjóðarlén .sc
Landsnúmer 248

Seychelles-eyjar (eða Seychelleyjar) eru eyríki á eyjaklasa í Indlandshafi við austurmörk Sómalíuhafs. Eyjarnar eru 115 talsins. Höfuðborgin og stærsta borgin, Viktoría, er um 1500 km austan við meginland Afríku Önnur eyríki sem liggja nærri Seychelles-eyjum eru Kómoreyjar, Madagaskar, Máritíus og frönsku handanhafshéruðin Mayotte og Réunion í suðri. Maldíveyjar og Chagos-eyjar liggja austan við eyjarnar. Íbúar eyjanna eru tæplega 100.000 talsins og þær eru því fámennasta fullvalda ríkið í Afríku.

Seychelles-eyjar voru óbyggðar þegar Evrópumenn komu þangað fyrst á 16. öld. Bretar og Frakkar tókust á um yfirráð yfir þeim þar til þær komust að fullu undir breska stjórn seint á 18. öld. Síðan eyjarnar fengu sjálfstæði frá Bretum 1976 hafa þær þróast hratt frá því að byggja efnahag sinn aðallega á landbúnaði í fjölbreyttara efnahagslíf sem byggist aðallega á þjónustu. Frá 1976 til 2015 sjöfaldaðist landsframleiðsla að nafnvirði og sextánfaldaðist miðað við kaupmáttarjöfnuð. Ríkisstjórn eyjanna hefur sóst eftir að laða að erlenda fjárfestingu síðustu ár.

Í dag er verg landsframleiðsla á mann á Seychelles-eyjum sú hæsta í Afríku. Eyjarnar eru fyrsta Afríkuríkið sem nær yfir 0.800 stigum á vísitölu um þróun lífsgæða og eru því eina landið í álfunni með mjög hátt gildi. Seychelles-eyjar eru annað af tveimur Afríkuríkjum sem Heimsbankinn skilgreinir sem hátekjuland (hitt ríkið er Máritíus). Þrátt fyrir velmegun er fátækt útbreidd, enda er ójöfnuður með því mesta sem gerist á heimsvísu. Ríkjandi yfirstétt ræður yfir megninu af auðlegð landsins.

Menning Seychelles-eyja er blanda af franskri, breskri og afrískri menningu, ásamt áhrifum frá Kína og Indlandi. Landið á aðild að Sameinuðu þjóðunum, Afríkusambandinu, Þróunarbandalagi sunnanverðrar Afríku og Breska samveldinu.

  Þessi Afríkugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.