Indversk rúpía
Útlit
Indversk rúpía (gjaldmiðilstákn: ₹; ISO 4217: INR) er opinber gjaldmiðill Indlands. Ein rúpía skiptist í 100 paisa. Seðlabanki Indlands stýrir útgáfu rúpía.
Orðið rúpía hefur verið notað um mynt frá fornöld, dregið af orðinu rūpa „góðmálmur“.[1] Forverar rúpía nútímans voru silfurmyntir af staðlaðri þyngd sem Sher Shah Suri lét slá á 16. öld og sem Mógúlveldið tók upp. Orðið rúpía er líka notað um gjaldmiðla ýmissa annarra ríkja í Suður- og Suðvestur-Asíu.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Goyal, Shankar (1999), „The Origin and Antiquity of Coinage in India“, Annals of the Bhandarkar Oriental Research Institute, Bhandarkar Oriental Research Institute, 80 (1/4): 144, JSTOR 41694581