Arúba
Aruba | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: ekkert | |
Þjóðsöngur: Aruba Dushi Tera | |
![]() | |
Höfuðborg | Oranjestad |
Opinbert tungumál | hollenska og papiamento |
Stjórnarfar | þingbundin konungsstjórn
|
Konungur Landstjóri Forsætisráðherra |
Vilhjálmur Alexander Fredis Refunjol Mike Eman |
Hollenskt sjálfstjórnarsvæði | |
- frá Hollensku Antillaeyjum | 1. janúar 1986 |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
ótilgr. sæti 180 km² nær ekkert |
Mannfjöldi - Samtals (2010) - Þéttleiki byggðar |
197. sæti 102.484 567/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2007 |
- Samtals | 2,400 millj. dala (187. sæti) |
- Á mann | 23.831 dalir (32. sæti) |
Gjaldmiðill | arúbönsk flórína (AWG) |
Tímabelti | UTC-4 |
Þjóðarlén | .aw |
Landsnúmer | 297 |
Arúba er eyja í Karíbahafi, aðeins 25 km norðan við Paraguaná-skaga í Venesúela. Stjórnsýslulega er eyjan sjálfstjórnarsvæði sem heyrir undir Konungsríkið Holland og var skipt út úr Hollensku Antillaeyjum árið 1986. Ólíkt því sem gerist á öðrum eyjum í Karíbahafi er loftslag á eyjunni þurrt, sem hefur gert hana að vinsælum ferðamannastað. Ferðaþjónusta stendur undir þremur fjórðu hlutum landsframleiðslu Arúba en aðrar mikilvægar undirstöður undir efnahagslífi eyjarinnar eru gull- og fosfatnámur og olíuhreinsun.
Eyjan er 33 km að lengd, að mestu flöt og laus við ár og vötn. Hvítar sandstrendur er að finna á suður- og vesturströnd eyjarinnar þar sem skjól er fyrir hafstraumum. Austan megin við Arúba eru eyjarnar Bonaire og Curaçao sem mynda suðvesturhluta Hollensku Antillaeyja.
Upphaflegir íbúar Arúba voru caquetio-mælandi Aravakindíánar. Spánverjar lögðu eyjuna undir sig um 1500 en Hollendingar unnu hana af þeim árið 1636. Árið 1928 var olíuhreinsistöð opnuð á eyjunni sem jók velmegun og ýtti undir kröfur um sjálfstæði. Í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1977 reyndust yfir 80% íbúa vera fylgjandi sjálfstæði og í kjölfarið hófust samningaviðræður við Holland. Árið 1990 var sjálfstæðisferlinu frestað um óákveðinn tíma.
Héruð[breyta | breyta frumkóða]
Arúba skiptist í átta héruð sem eru ekki stjórnsýslueiningar heldur aðeins til að auðvelda söfnun tölfræðiupplýsinga.
Heiti | Flatarmál (km²) | Íbúar Manntal 1991 |
Íbúar Manntal 2000 |
Íbúar Manntal 2010 |
---|---|---|---|---|
Noord / Tanki Leendert | 34,62 | 10.056 | 16.944 | 21.495 |
Oranjestad West | 9,29 | 8.779 | 12.131 | 13.976 |
Oranjestad Oost | 12,88 | 11.266 | 14.224 | 14.318 |
Paradera | 20,49 | 6.189 | 9.037 | 12.024 |
San Nicolas Noord | 23,19 | 8.206 | 10.118 | 10.433 |
San Nicolas Zuid | 9,64 | 5.304 | 5.730 | 4.850 |
Santa Cruz | 41,04 | 9.587 | 12.326 | 12.870 |
Savaneta | 27,76 | 7.273 | 9.996 | 11.518 |
Arúba alls | 178,91 | 66.687 | 90.506 | 101.484 |