Lesótó
Mmuso wa Lesotho | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Khotso, Pula, Nala (sesótó: Friður, regn, velsæld) | |
Þjóðsöngur: Lesotho Fatse La Bontat'a Rona | |
![]() | |
Höfuðborg | Maserú |
Opinbert tungumál | sesótó, enska |
Stjórnarfar | Þingbundin konungsstjórn
|
Konungur | Letsie 3. |
Forsætisráðherra | Moeketsi Majoro |
Sjálfstæði | |
- frá Bretlandi | 4. október 1966 |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
140. sæti 30.355 km² ~0 |
Mannfjöldi - Samtals (2009) - Þéttleiki byggðar |
144. sæti 2.067.000 68,1/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2013 |
- Samtals | 4,277 millj. dala (159. sæti) |
- Á mann | 2.244 dalir (152. sæti) |
Gjaldmiðill | loti (L) |
Tímabelti | UTC +2 |
Þjóðarlén | .ls |
Landsnúmer | 266 |
Lesótó er landlukt land í sunnanverðri Afríku, umlukt Suður-Afríku á allar hliðar. Nafn landsins þýðir nokkurn veginn „land þeirra sem tala sesótó“. Lesótó er í Breska samveldinu. Íbúar eru rétt rúmlega tvær milljónir. Nær allir íbúar landsins eru sesótómælandi Basótar (bantúþjóð). Landið er þróunarland þar sem um helmingur íbúa lifir af landbúnaði og um 40% eru undir alþjóðlegum fátæktarmörkum. Tíðni HIV-smits í Lesótó er sú mesta í heimi, 23,6% íbúa eru með veiruna.
Áður hét Lesótó Basútóland og var undir stjórn Breta. Þegar Suður-Afríkusambandið varð til 1910 hófst vinna við að sameina Basútóland sambandinu. Íbúarnir voru hins vegar mótfallnir sameiningu og þegar kynþáttaaðskilnaður var lögleiddur í Suður-Afríku, stöðvaðist sameiningarferlið alveg. Landið var svo nefnt Lesótó þegar það fékk fullt sjálfstæði frá Bretum 4. október 1966.
Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]
Lesótó skiptist í tíu stjórnsýsluumdæmi sem hvert hefur sinn umdæmisstjóra og sinn höfuðstað.
Umdæmin skiptast í 80 kjördæmi sem aftur skiptast í 129 sveitarfélög.