Sankti Kristófer og Nevis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Federation of Saint Kitts and Nevis
Fáni Sankti Kristófer og Nevis Skjaldarmerki Sankti Kristófer og Nevis
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Country Above Self
Þjóðsöngur:
O Land of Beauty!
Staðsetning Sankti Kristófer og Nevis
Höfuðborg Basseterre
Opinbert tungumál enska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Drottning
Landstjóri
Forsætisráðherra
Elísabet 2.
Tapley Seaton
Timothy Harris
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
207. sæti
261 km²
~0
Mannfjöldi
 - Samtals (2011)
 - Þéttleiki byggðar
209. sæti
50.314
187/km²
VLF (KMJ) áætl. 2011
 - Samtals 0,895 millj. dala (177. sæti)
 - Á mann 15.573 dalir (60. sæti)
Gjaldmiðill austurkarabískur dalur (XCD)
Tímabelti UTC-4
Þjóðarlén .kn
Landsnúmer 1-869

Sambandsríkið Sankti Kristófer og Nevis eða Sankti Kitts og Nevis (enska: Saint Kitts and Nevis, opinberlega Saint Christopher and Nevis) er tveggja eyja eyríki í Karíbahafi. Eyjarnar eru hluti Hléborðseyja, sem eru nyrðri hluti Litlu-Antillaeyja. Næstu eyjar eru við Sankti Kristófer og Nevis eru Angvilla, Saba, Saint Barthélemy og Saint Martin í norðnorðvestur, Antígva og Barbúda í norðaustur, Montserrat í suðvestur og Saint Croix í vestur.

Höfuðborg sambandsríkisins, sem einnig er aðsetur alríkisstjórnarinnar heitir Basseterre og er á stærri eyjunni, Sankti Kristófer. Eyjan Nevis (Nuestra Señora de las Nieves) er 3 km suðaustur af stærri eyjunni. Áður var breska nýlendan Angvilla hluti af sambandinu, sem þá hét Sankti Kristófer-Nevis-Angvilla.

Eyjarnar voru byggðar Indíánum um þúsundir ára, en Karíbar lögðu þær undir sig um þremur öldum fyrir komu Evrópumanna. Franskir húgenottar settust að á Sankti Kristófer árið 1538 og urðu með því einna fyrstir Evrópumanna til að nema land á Karíbahafseyjum. Spánverjar lögðu byggð þeirra í rúst og fluttu þá burt frá eyjunni skömmu síðar. Árið 1623 hófu Englendingar landnám og síðan Frakkar á ný. Árið 1626 frömdu landnemarnir fjöldamorð á frumbyggjum eyjanna sem höfðu lagt á ráðin um að reka hvítu landnemana burt. Spánverjar lögðu byggðirnar á eyjunni aftur í rúst en heimiluðu svo endurreisn þeirra árið 1630. England og Frakkland tókust á um yfirráð en að lokum urðu eyjarnar enskt yfirráðasvæði árið 1713. Sykurplantekrur voru undirstaða byggðarinnar og þrælar frá Afríku voru fluttir inn í stórum stíl til að vinna á þeim. Eyjarnar fengu (ásamt Angvilla) heimastjórn árið 1967. Íbúar Angvilla klufu sig úr sambandinu árið 1971. Eyjarnar fengu fullt sjálfstæði árið 1983.

Frá 17. öld og fram undir miðja 20. öld var sykur helsta útflutningsafurð eyjanna en lækkandi heimsmarkaðsverð hefur ýtt undir aukna fjölbreytni í landbúnaðarframleiðslu eyjanna. Mikilvægustu atvinnugreinarnar eru ferðaþjónusta og rafeindatæki og rafeindaíhlutir.

Stjórnsýsluskipting[breyta | breyta frumkóða]

Sankti Kristófer og Nevis er skipt í fjórtán sóknir: níu á Sankti Kristófer og fimm á Nevis.

 1. Christ Church Nichola Town (Sankti Kristófer)
 2. Saint Anne Sandy Point (Sankti Kristófer)
 3. Saint George Basseterre (Sankti Kristófer)
 4. Saint George Gingerland (Nevis)
 5. Saint James Windward (Nevis)
 6. Saint John Capesterre (Sankti Kristófer)
 7. Saint John Figtree (Nevis)
 8. Saint Mary Cayon (Sankti Kristófer)
 9. Saint Paul Capisterre (Sankti Kristófer)
 10. Saint Paul Charlestown (Nevis)
 11. Saint Peter Basseterre (Sankti Kristófer)
 12. Saint Thomas Lowland (Nevis)
 13. Saint Thomas Middle Island (Sankti Kristófer)
 14. Trinity Palmetto Point (Sankti Kristófer)
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.