Norður-Maríanaeyjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Commonwealth of the Northern Mariana Islands
Fáni Norður-Maríanaeyja Skjaldarmerki Norður-Maríanaeyja
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Gi Talo Gi Halom Tasi
Staðsetning Norður-Maríanaeyja
Höfuðborg Saípan
Opinbert tungumál enska, chamorro, karólínska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti
Landstjóri
Landsfulltrúi
Donald Trump
Ralph Torres
Gregorio Sablan
Bandarískt samveldisríki
 - Stjórnarskrá 1978 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
196. sæti
463,63 km²
~0
Mannfjöldi
 - Samtals (2007)
 - Þéttleiki byggðar
211. sæti
77.000
179/km²
VLF (KMJ) áætl. 2007
 - Samtals 0,962 millj. dala (*. sæti)
 - Á mann 16.494 dalir (*. sæti)
Gjaldmiðill Bandaríkjadalur
Tímabelti UTC+10
Þjóðarlén .mp
Landsnúmer 1 670

Norður-Maríanaeyjar (chamorro: Sankattan Siha Na Islas Mariånas) eru eyjaklasi í Vestur-Kyrrahafi. Eyjarnar eru, ásamt Gvam, hluti Maríanaeyjaklasans sem aftur er hluti Míkrónesíu. Landið er samveldisríki í sérstöku stjórnmálasambandi við Bandaríkin og, ásamt Púertó Ríkó, önnur tveggja eylendna með samveldisstöðu. Norður-Maríanaeyjar eru fimmtán en aðeins á þremur þeirra, Saípan, Tinian og Rota, er varanleg byggð. Bærinn Capitol Hill á Saípan er höfuðborg eyjanna. 90% íbúa eyjanna búa á Saípan.

Fyrstu íbúar eyjanna komu þangað fyrir 4000-2000 árum frá Suðaustur-Asíu. Þeir töluðu ástrónesískt mál, chamorro. Fyrsti evrópski leiðangurinn sem kom til eyjanna var leiðangur Magellans sem tók land á Gvam 1521 og lagði eyjarnar undir Spán. Þegar Spánverjar hófu búsetu á eyjum létust yfir 90% frumbyggjanna vegna sjúkdóma. Nýir íbúar voru fluttir til eyjanna frá Karlseyjum og Filippseyjum á 19. öld. Eftir stríð Spánar og Bandaríkjanna 1898 lét Spánn Bandaríkjunum Gvam eftir og seldi hinar eyjarnar, auk Karlseyja, til Þýskalands. Japan lagði eyjarnar undir sig í upphafi fyrri heimsstyrjaldar og í upphafi síðari heimsstyrjaldar gerðu Japanir innrás á Gvam frá Norður-Maríanaeyjum. Eftir stríðið fengu Bandaríkjamenn yfirráð yfir eyjunum.

Efnahagslíf Norður-Maríanaeyja byggist á ferðaþjónustu, fataframleiðslu og fjárframlögum frá Bandaríkjunum. Þar sem landið hefur samveldisstöðu gilda ekki sömu lög þar og í Bandaríkjunum, til dæmis lög um rétt verkafólks. Þetta hefur gert það að verkum að fataiðnaðurinn á Norður-Maríanaeyjum hefur vaxið þar sem hægt er að flytja fatnað til Bandaríkjanna sem „bandaríska framleiðslu“ þótt fötin séu framleidd af farandverkafólki frá Kína og Filippseyjum sem njóta ekki sömu réttinda og kjara og verkafólk í Bandaríkjunum. Eftir 2005 hefur þessum iðnaði hnignað þar sem nú er heimilt að flytja inn fatnað til Bandaríkjanna beint frá Asíu vegna GATT-samninganna.