Sankti Vinsent og Grenadíneyjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Saint Vincent and the Grenadines
Fáni Sankti Vinsent og Grenadíneyja Skjaldamerki Sankti Vinsent og Grenadíneyja
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
„Pax et justitia“
Þjóðsöngur:
St Vincent Land So Beautiful
Staðsetning Sankti Vinsent og Grenadíneyja
Höfuðborg Kingstown
Opinbert tungumál enska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn
Elísabet 2.
sir Frederick Ballantyne
Ralph Gonsalves
Sjálfstæði frá Bretlandi
 - Tengt ríki 27. október 1969 
 - Sjálfstæði 27. október 1979 
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
198. sæti
389 km²
~0
Mannfjöldi
 - Samtals (2013)
 - Þéttleiki byggðar
196. sæti
103.000
307/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2011
1,259 millj. dala (173. sæti)
11.700 dalir (80. sæti)
VÞL (2007) Dark Green Arrow Up.svg 0.772 (91. sæti)
Gjaldmiðill austurkarabískur dalur (XCD)
Tímabelti UTC-4
Þjóðarlén .vc
Landsnúmer 1-784

Sankti Vinsent og Grenadíneyjar eru eyríki í Karíbahafi og hluti Kulborðseyja, syðst í Litlu-Antillaeyjaklasanum. Eyjarnar urðu hluti af Sambandsríki Vestur-Indía 1958 þar til það leystist upp árið 1962. Eyjarnar urðu síðastar Kulborðseyja til að fá sjálfstæði 1979.

Langstærstur hluti ríkisins er á eyjunni Sankti Vinsent þar sem nær allir búa, en það nær að auki yfir norðurhluta Grenadíneyja sem liggja í suður í átt til Grenada. Norðan við Sankti Vinsent er eyríkið Sankti Lúsía og Barbados liggur austan við eyjarnar. Eyjarnar eru í fellibyljabeltinu.

Eyjarnar voru byggðar karíbum sem komu í veg fyrir landnám Evrópumanna þar á 17. öld. Flóttamenn af afrískum uppruna komu þangað og mægðust innfæddum (garífúnar). Árið 1719 náðu Frakkar frá Martinique völdum á eyjunni og hófu þar plantekruræktun með afrískum þrælum. Með Parísarsáttmálanum 1763 fengu Bretar yfirráð yfir eyjunum. Á 19. öld settust þar að Portúgalir frá Madeira og verkamenn frá Austur-Indíum. Þrælahald var afnumið 1834 og eyjarnar urðu krúnunýlenda árið 1877. Sankti Vinsent var gerð að tengdaríki árið 1969. Eyjan fékk þá nánast fullt sjálfstæði. Í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1979 fékk landið fullt sjálfstæði frá Bretlandi.

Undirstaða efnahags eyjanna er bananaræktun en atvinnuleysi er mikið. Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnugrein. Kvikmyndin Pirates of the Caribbean var tekin á Sankti Vinsent og jók áhuga ferðamanna á landinu.

Einkennismerki Wikiorðabókar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina .