Franska Pólýnesía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Hnit: 17°32′0″S 149°34′0″V / 17.53333°S 149.56667°V / -17.53333; -149.56667

Polynésie française
Fáni Frönsku Pólýnesíu Skjaldamerki Frönsku Pólýnesíu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
„Tahiti Nui Mare'are'a“
Þjóðsöngur:
Þjóðsöngur Frakklands
Staðsetning Frönsku Pólýnesíu
Höfuðborg Papeete
Opinbert tungumál franska og tahítíska
Stjórnarfar Frönsk stjórnsýslueining
François Hollande
Édouard Fritch
Flatarmál
 - Samtals
 - Vatn (%)
173. sæti
4.167 km²
12
Mannfjöldi
 - Samtals (2012)
 - Þéttleiki byggðar
177. sæti
268.207
64/km²
VLF (KMJ)
- Samtals
- á mann
áætl. 2006
5,650 millj. dala (*. sæti)
22.000 dalir (*. sæti)
Gjaldmiðill pólýnesískur franki
Tímabelti UTC-10, -9:30, -9
Þjóðarlén .pf
Landsnúmer 689

Franska Pólýnesía (franska Polynésie française, tahítíska Porinehia Farani) er franskt yfirráðasvæði í Suður-Kyrrahafi. Frönsku Pólýnesíu tilheyra nokkrir pólýnesískir eyjaklasar. Frægasta eyjan er Tahítí í Félagseyjaklasanum. Hún er líka fjölmennasta eyjan og þar sem höfuðborgin, Papeete, er staðsett. Clipperton-eyja er ekki hluti af eyjaklasanum en var undir stjórnsýslu Frönsku Pólýnesíu til ársins 2007.

Eyjaklasarnir sem mynda Frönsku Pólýnesíu eru Marquesas, Félagseyjar, Tuamotueyjar, Gambier-eyjar, Ástraleyjar og Basseyjar. Fyrstu eyjarnar sem pólýnesar settust að á voru Marquesas og Félagseyjar. Ferdinand Magellan sá eyjuna Puka-Puka árið 1521 en landkönnun Evrópumanna hófst ekki fyrr en á 18. öld. Trúboð mótmælenda hófst undir lok 18. aldar og franskir kaþólskir trúboðar voru reknir frá Tahítí árið 1836. Það varð til þess að Frakkar sendu herskip til eyjarinnar og lýstu yfir stofnun fransks verndarsvæðis árið 1842. Árið 1946 voru eyjarnar gerðar að frönsku yfirráðasvæði og íbúar fengu franskan ríkisborgararétt. Frakkar stunduðu tilraunasprengingar með kjarnorkusprengjur á eyjunum frá 1962. Árið 1977 fengu eyjarnar takmarkaða heimastjórn.

Þótt eyjarnar séu með eigið þing og ríkisstjórn eru þær ekki í frjálsu sambandi við Frakkland líkt og Cookseyjar. Frakkland hefur yfirumsjón með dómskerfi, menntakerfi, lögreglu og vörnum eyjanna. Helsta útflutningsvara eyjanna er svört perla. Ferðaþjónusta og vinna fyrir franska herinn eru mikilvægar atvinnugreinar.  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.