Franska Pólýnesía
Hnit: 17°32′0″S 149°34′0″V / 17.53333°S 149.56667°A
Polynésie française | |
![]() |
![]() |
Fáni | Skjaldarmerki |
Kjörorð: Tahiti Nui Mare'are'a | |
Þjóðsöngur: La Marseillaise Ia Ora 'O Tahiti Nui | |
![]() | |
Höfuðborg | Papeete |
Opinbert tungumál | franska og tahítíska |
Stjórnarfar | Frönsk hjálenda
|
Forseti Forseti FP |
Emmanuel Macron Édouard Fritch |
Franskt yfirráðasvæði | |
- Verndarsvæði | 1842 |
- Yfirráðasvæði | 1946 |
- Handanhafsland | 2004 |
Flatarmál - Samtals - Vatn (%) |
173. sæti 4.167 km² 12 |
Mannfjöldi - Samtals (2012) - Þéttleiki byggðar |
177. sæti 268.270 76/km² |
VLF (KMJ) | áætl. 2008 |
- Samtals | 7,14 millj. dala (*. sæti) |
- Á mann | 27.352 dalir (*. sæti) |
Gjaldmiðill | kyrrahafsfranki |
Tímabelti | UTC-10, -9:30, -9 |
Þjóðarlén | .pf |
Landsnúmer | +689 |
Franska Pólýnesía (franska Polynésie française, tahítíska Porinehia Farani) er franskt yfirráðasvæði í Suður-Kyrrahafi. Frönsku Pólýnesíu tilheyra nokkrir pólýnesískir eyjaklasar. Frægasta eyjan er Tahítí í Félagseyjaklasanum. Hún er líka fjölmennasta eyjan og þar er höfuðborgin, Papeete. Clipperton-eyja er ekki hluti af eyjaklasanum en var stjórnsýslulegur hluti Frönsku Pólýnesíu til ársins 2007.
Eyjaklasarnir sem mynda Frönsku Pólýnesíu eru Markgreifaeyjar, Félagseyjar, Tuamotueyjar, Gambier-eyjar, Ástraleyjar og Basseyjar. Fyrstu eyjarnar sem Pólýnesar settust að á voru Markgreifaeyjar og Félagseyjar. Ferdinand Magellan sá eyjuna Puka-Puka árið 1521 en landkönnun Evrópumanna hófst ekki fyrr en á 18. öld. Trúboð mótmælenda hófst undir lok 18. aldar og voru franskir kaþólskir trúboðar reknir frá Tahítí árið 1836. Það varð til þess að Frakkar sendu herskip til eyjarinnar og lýstu yfir stofnun fransks verndarsvæðis árið 1842. Árið 1946 voru eyjarnar gerðar að frönsku yfirráðasvæði og íbúar fengu franskan ríkisborgararétt. Frakkar hafa stundað tilraunir með kjarnorkusprengjur á eyjunum frá árinu 1962. Árið 1977 fengu eyjarnar takmarkaða heimastjórn.
Þótt eyjarnar séu með eigið þing og ríkisstjórn eru þær ekki í frjálsu sambandi við Frakkland líkt og Cookseyjar. Frakkland hefur yfirumsjón með dómskerfi, menntakerfi, lögreglu og vörnum eyjanna. Helsta útflutningsvara eyjanna er svört perla. Ferðaþjónusta og vinna fyrir franska herinn eru mikilvægar atvinnugreinar.
Stjórnsýslueiningar[breyta | breyta frumkóða]
Franska Pólýnesía var franskt handanhafssvæði (territoire d'outre-mer) frá 1946 til 2003. Árið 2004 var landið gert að handanhafslandi (pays d'outre-mer au sein de la République).
Landinu er skipt í fimm stjórnsýslueiningar sem aftur deilast í 48 sveitarfélög:
- Kulborðseyjar (Îles du Vent) - höfuðstaður: Papeete.
- Ástraleyjar (Îles Australes) - höfuðstaður: Mataura.
- Tuamotu- og Gambier-eyjar (Îles Tuamotu-Gambier) - höfuðstaður: Rangiroa.
- Hléborðseyjar (Îles Sous-le-Vent) - höfuðstaður: Uturoa.
- Markgreifaeyjar (Îles Marquises) - höfuðstaður: Taiohae.
Efnahagslíf[breyta | breyta frumkóða]
Gjaldmiðill Frönsku Pólýnesíu er kyrrahafsfranki sem er festur við evruna á genginu 1:0.00838. Verg landsframleiðsla á mann árið 2008 var um 27.000 dalir sem er lægra en á Havaí, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og Nýju-Kaledóníu, en hærra en í öllum öðrum sjálfstæðum eyríkjum í Kyrrahafi.
Hagkerfi Frönsku Pólýnesíu er tiltölulega þróað og byggist aðallega á innflutningi, ferðaþjónustu og fjárhagsaðstoð frá Frakklandi. Ferðaþjónusta er mjög þróuð á stærstu eyjunum. Helstu landbúnaðarvörur eru kókoshneta (kopra), grænmeti og ávextir. Landið flytur út vanillu í hæsta gæðaflokki, nónaldinsafa og hinar frægu svörtu tahítísku perlur sem námu 55% af heildarverðmæti útflutnings árið 2008.
Sjávarbotninn við Frönsku Pólýnesíu er auðugur af verðmætum málmum sem ekki eru nýttir.
Árið 2008 var heildarverðmæti útflutnings 0,2 milljarðar dala en innflutnings 2,2 milljarðar dala.