Jómfrúaeyjar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Jómfrúaeyjar eða Jómfrúreyjar eru eyjaklasi í Karíbahafinu. Eyjunum er skipt upp í tvo hluta. Annar er breskt yfirráðasvæði handan hafsins og kallast Bresku Jómfrúaeyjar. Hinn hlutinn kallast Bandarísku Jómfrúaeyjar og tilheyra Bandaríkjunum.

Kristófer Kólumbus skírði eyjarnar Santa Ursula y las Once Mil Vírgenes (stytt í Las Vírgenes) eftir heilagri Úrsúlu og 11.000 jómfrúm hennar. Á tímum landafundanna voru þær byggðar af Karíbum sem var útrýmt snemma á nýlendutímanum.

Eyjarnar voru seinna byggðar af afrískum þrælum sem unnu á sykurplantekrum. Plantekrurnar eru nú horfnar, en afkomendur þrælanna búa þar ennþá. Ferðaþjónusta er nú aðalatvinnugreinin.

Á bæði Bresku og Bandarísku Jómfrúaeyjum er ekið vinstra megin á vegi og gjaldmiðillinn er Bandaríkjadalur.


Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist