Fara í innihald

Skilaboðaskjóðan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skilaboðaskjóðan er ævintýrasöngleikur byggður á samnefndri bók Þorvaldar Þorsteinssonar sem kom út árið 1986 og naut mikilla vinsælda. Söngleikurinn var frumsýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins í nóvember árið 1993 í leikstjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur og sló í gegn. Jóhann G. Jóhannsson, tónlistarstjóri Þjóðleikhússins, samdi tónlist fyrir verkið við texta Þorvaldar og vorið 1994 kom út geisladiskur með tónlistinni í flutningi leikara og hljómsveitar leikhússins.

Skilaboðaskjóðan var aftur sett á svið í Þjóðleikhúsinu í nóvember 2007 í leikstjórn Gunnars Helgasonar. Í september 2013 flutti Sinfóníuhljómsveit Íslands verkið í tónleikauppfærslu ásamt fjórum einsöngvurum og kór.

Skilaboðaskjóðan segir frá Putta og Möddumömmu sem eiga heima í Ævintýraskóginum þar sem öll ævintýrin gerast. Þegar Nátttröllið rænir Putta til að breyta honum í tröllabrúðu, sameinast allir íbúar skógarins um að bjarga honum áður en sólin sest. En nornin, úlfurinn og stjúpan vilja ekki vera með og þá eru góð ráð dýr.

Leikarar árið 1993

[breyta | breyta frumkóða]

Leikarar árið 2007

[breyta | breyta frumkóða]
  • Maddamamma saumakonaÓlafía Hrönn Jónsdóttir
  • Putti litli sonur hennar – Árni Beinteinn Árnason / Hrafn Bogdan Haraldsson
  • Dreitill skógardvergurRúnar Freyr Gíslason
  • Snigill njósnadvergur – Sigurður Hrannar Hjaltason
  • Stóridvergur – Þórir Sæmundsson
  • Skemill uppfinningadvergur – Hjalti Rögnvaldsson
  • Litli dvergurFriðrik Friðriksson
  • Nornin – Ívar Helgason
  • ÚlfurinnJóhannes Haukur Jóhannesson
  • Stjúpan – Þórunn Lárusdóttir
  • Hans / NátttrölliðStefán Hallur Stefánsson
  • Gréta – Sara Marti Guðmundsdóttir
  • Rauðhetta – Birna Hafstein
  • Mjallhvít – Esther Talía Casey
  • Hjálparsveit – Eygló Ásta Þorgeirsdóttir, Guðbjörg Hilmarsdóttir, Hafdís Helga Helgadóttir, Inga Huld Hákonardóttir, María Ólafsdóttir, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir, Unnur Eggertsdóttir, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir

Hljómsveit Skilaboðaskjóðunnar

[breyta | breyta frumkóða]
  • Flauta og piccolo flauta – Martial Nardeau / Dagný Marinósdóttir
  • Óbó, enskt horn og altsaxófónn – Peter Tompkins / Kristján Þ. Stephensen
  • Klarinett, bassaklarinett og baritónsaxófónn – Kjartan Óskarsson / Rúnar Óskarsson
  • altsaxófónn, sópransaxófónn, altflauta og flauta – Sigurður Flosason / Haukur Gröndal
  • Kontrabassi – Þórður Högnason/Birgir Bragason
  • Slagverk – Pétur Grétarsson / Einar Scheving
  • Píanó og tónlistarstjórn – Jóhann G. Jóhannsson