Héctor Scarone

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Héctor Pedro Scarone Beretta (26. nóvember 18984. apríl 1967) var úrúgvæskur knattspyrnumaður og síðar þjálfari. Knattspyrnumaðurinn Carlos Scarone var bróðir hans.

Líf og keppnisferill[breyta | breyta frumkóða]

Héctor Scarone í búningi Nacional.

Héctor Scarone fæddist í Montevideo höfuðborg Úrúgvæ. Hann vakti snemma athygli fyrir knattspyrnuhæfileika og gekk í raðir Nacional aðeins átján ára að aldri og lék sinn fyrsta landsleik sama ár. Hann lék með Nacional til loka ferilsins árið 1939, með stuttum hléum þar sem hann spilaði með FC Barcelona, Inter Milan og Palermo á Ítalíu. Síðar átti hann eftir að þjálfa bæði hjá Nacional og Real Madrid.

Landleikir Scarone urðu 51 talsins og skoraði hann í þeim 31 mark, sem var markamet hjá úrúgvæska landsliðinu til ársins 2011. Hann var í sigurliði Úrúgvæ á Copa America árin 1917, 1923, 1924 og 1926. Þá vann hann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum 1924 og 1928, sem taldar voru ígildi heimsmeistaramóts. Síðustu landsleikir hans voru á HM 1930 þar sem Úrúgvæ sigraði á heimavelli.