Pétur Halldórsson
Útlit
Pétur Halldórsson (fæddur 26. apríl 1887, dáinn 26. nóvember 1940) var borgarstjóri Reykjavíkur frá 1935 til dauðadags 1940. Pétur tók stúdentspróf frá MR árið 1907 og hóf nám í Kaupmannahafnarháskóla en hvarf frá námi eftir einn vetur. Hann keypti Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar árið 1909 og rak hana til æviloka. Pétur var alþingismaður Reykvíkinga (Sjálfstæðisflokksins) árið 1932 til 1940.
Pétur átti mörg systkini, þar á meðal Gunnar Halldórsson stofnfélaga og formann Knattspyrnufélagsins Fram. Faðir þeirra var Halldór Jónsson, bæjarfulltrúi í Reykjavík.
Meðal barna Péturs var Halldór Pétursson teiknari.
Fyrirrennari: Jón Þorláksson |
|
Eftirmaður: Bjarni Benediktsson |
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Pétur Halldórsson (æviágrip á Alþingisvefnum)
- Pjetur Halldórsson, borgarstjóri; andlátsfregn í Morgunblaðinu 1940 Geymt 9 mars 2016 í Wayback Machine
- Pjetur Halldórsson, borgarstjóri - Ég hefi engum göfugri manni kynst; grein í Morgunblaðinu 1940[óvirkur tengill]
- Pjetur Halldórsson, borgarstjóri; grein í Morgunblaðinu 1940