Elizabeth Blackburn
Lífvísindi 20. og 21. öld | |
---|---|
Nafn: | Elizabeth Blackburn |
Fædd: | 26. nóvember 1948 í Hobart í Ástralíu |
Svið: | Sameindalíffræði |
Helstu viðfangsefni: |
Litningsendar |
Markverðar uppgötvanir: |
Uppgötvaði telómerasa |
Helstu ritverk: | Greider, C. W. & Blackburn, E. H. (1985), "Identification of a specific telomere terminal transferase activity in Tetrahymena extracts", Cell 43, 405–413 |
Alma mater: | Háskólinn í Melbourne, Cambridge háskóli |
Helstu vinnustaðir: |
Yale háskóli, Kaliforníuháskóli í Berkeley, Kaliforníuháskóli í San Francisco, Salk stofnunin |
Verðlaun og nafnbætur: |
Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 2009 |
Elizabeth Helen Blackburn (fædd 26. nóvember 1948) er lífvísindamaður af áströlskum uppruna en búsett í Bandaríkjunum. Rannsóknir hennar snúast að mestu um telómer, kirnaraðir á endum litninga sem vernda erfðaupplýsingar litningsins gegn skemmdum sem annars yrðu vegna þess að litningurinn styttist í hvert sinn sem hann er afritaður. Hún uppgötvaði telómerasa, ensímið sem endurgerir telómerann við afritun í kynfrumuskiptingu, ásamt Carol W. Greider og hlutu þær fyrir nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði árið 2009 ásamt Jack W. Szostak. [1] Blackburn er einnig þekkt fyrir starf sitt á sviði siðfræði heilbrigðisvísinda og vakti það mikla athygli þegar hún var rekin úr Ráðgjafaráði Bandaríkjaforseta um siðfræði lífvísinda fyrir stuðning sinn við stofnfrumurannsóknir [2]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Nóbelsverðlaunin 2009 á heimasíðu Nóbelnefndarinnar
- ↑ E. Blackburn og J. Rowley (2004) „Reason as Our Guide“ PLoS Biology 2 (4), e116. DOI 10.1371/journal.pbio.0020116.