Tadao Kashio
Tadao Kashio (26. nóvember 1917 – 4. mars 1993), fæddur í Nankoku, var japanskur kaupsýslumaður og verkfræðingur, stofnandi fyrirtækisins Casio.
Hann stofnaði Kashio Seisakujo skömmu eftir stríðslok í apríl 1946 og var forstjóri fyrirtækisins 1960 - 1988. Honum tókst að gera Casio að vel reknu og ábatasömu fyrirtæki á eftirstríðsárunum. Undir hans stjórn náði fyrirtækið fótfestu á erlendum mörkuðum á vörum eins og úrum, peningakössum, hátölurum, skermum og öðrum áhöldum fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Æfiferill
[breyta | breyta frumkóða]Uppruni og æska
[breyta | breyta frumkóða]Tadao var annað barn Shigeru og Kiyono Kashio. Hann fæddist í bænum Kureta-mura, þar er nú borgin Nankoku, í héraðinu Kōchi. Faðir hans var hrísgrjónabóndi, hann flutti til Tókíó með fjölskyldu sína til að vinna sem verkamaður og hjálpa til við endurreisn borgarinnar eftir stóran jarðskjálfta (stóri jarðskjálftinn af Kantō árið 1923).[1] Með hóflegar tekjur, notaðist pabbi hans Shigeru við almenningssamgöngur, í og úr vinnu, til að spara peninga til að borga fyrir menntun sona sinna.
Upphaf viðskiptaferils og hjónaband
[breyta | breyta frumkóða]Eftir að hafa tekið próf í verkfræði, fann Kashio starf sem umsjónarmarður og uppfinningamaður við stöð sem gerði litla tæknilega hlut í útvörp. Þótti hann strax sýna færni í starfi. Hann hafði áhuga á að liðsinna þjóð sinni í striðinu og setti upp einkerekið fyrirtæki sem framleiddi útbúnað í flugvélar eða flugvélahluta.
Árið 1943 kvæntist hann Shige Noguchi og með henni eignaðist hann 4 börn, 3 dætur og 1 son.
Upphaf Casio
[breyta | breyta frumkóða]Í apríl 1946 stofnaði Kashio í Tókíó fyrirtæki sitt Kashio Seisakujo sem framleiddi rafmagnsvörur. Fyrsta varan sem var framleidd af fyrirtækinu var hlutur sem kallaður var tubo yubiwa, einskonar hringur sem geymdi sígarettur og þá hægt að nota báðar hendur og reykja samtímis. Á tímabili þar sem Japan var í sárum eftir stríðið þóttu sígarettur einskonar lúxusvara en sala á þessum sígarettuhringjum gekk vel.[1] Á fyrstu árum fyrirtækisins var mikilvæg aðstoð þriggja yngri bræðra Tadao, Toshio (1925-2012), Kazuo (1929-2018) og Yukio (1930). Faðirinn var á hinn bógin þessi fyrstu ár forstjóri viðskiptafélagsins. Eftir að hafa séð vasareikni á fyrstu vörusýningunni, í Ginza-hverfinu í Tókíó árið 1949, ákváðu bræðurnir að nota gróðann af sígarettuhringnum til að þróa sinn eiginn vasareikni. Flestir vasareiknar á þessum tíma notuðu gírabúnað og mátti setja af stað með handafli eða með litlum rafmagns-mótor. Toshio hafði bestu þekkinguna á rafeindabúnaði og ákvað að búa til vasareikna með svonefndum solenoíðum. Þessi skrifborðsreiknir var tilbúin 1954 og var fyrsti rafmagnsvasareiknirinn sem framleiddur var í Japan.
Árið 1957 endurnefndu bræðurnir fyrirtækið frá Kashio Seisakujo til Casio: var þetta liður í að gera nafnið vestrænna í markaðssetningu.[1]
Þegar faðirinn deyr árið 1960, verur Tadao forstjóri i hans stað.
Undir hans stjórn verður Casio mikilvægt fyrirtæki á alþjóðavettvangi á sviði rafmagnsvara.[2][3]
Tadao gerði sjálfur margar úrbæutur á framleiðsluvörunum, notandi þekkingu sína í verkfræði, og þökk sé áhuga hans á tónlist hafði hann persónulega umsjón með þróun sinþesítore eða hljóðgervla.[3] Kashio starfaði sem forstjóri fyrirtækisins þar til hann settist í helgan stein árið 1988, og tók þá bróðir hans Kazuo við því starfi.
Síðustu ár
[breyta | breyta frumkóða]Eftir að hafa látið af starfi forstjóra og látið það bróður sínum Kazuo eftir, hélt hann þó áfram af vinna sem ráðgjafi. Hann dó á spítala í Tókíó af lungnaveiki 4 mars 1993, 75 ára að aldri.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]https://astrumpeople.com/tadao-kashio-biography/ Saga Casíó með mynd af Tadao
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 „Kazuo Kashio, a Founder of Casio Computer, Dies at 89“ (enska). The New York Times. 20. júní 2018. Sótt 29. júní 2018.
- ↑ Yuri Kageyama (20. júní 2018). „Kazuo Kashio, co-founder of Casio electronics company, dies at 89“ (enska). The Washington Post. Sótt 29. júní 2018.
- ↑ 3,0 3,1 Bruce Lambert (6. mars 1993). „Tadao Kashio, 75; Co-founded and Led Casio Computer Co“ (enska). The New York Times. Sótt 29. júní 2018.