Kristrún Frostadóttir
Kristrún Frostadóttir (KFrost) | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Formaður Samfylkingarinnar | |||||||
Núverandi | |||||||
Tók við embætti 28. október 2022 | |||||||
Forveri | Logi Már Einarsson | ||||||
Alþingismaður | |||||||
| |||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||
Fædd | 12. maí 1988 Reykjavík | ||||||
Stjórnmálaflokkur | Samfylkingin | ||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Kristrún Mjöll Frostadóttir (fædd 12. maí 1988) er íslenskur hagfræðingur og núverandi formaður Samfylkingarinnar frá 2022. Hún hefur setið á Alþingi fyrir flokkinn í reykjavíkurkjördæmi suður frá 2021.
Fljótlega eftir að Kristrún tók við formennsku í flokknum varð hún af vinsælasta stjórnmálamanni á Íslandi í skoðanakönnunum sem að leiddi til þess að Samfylkingin fékk hæst fylgi allra flokka í öllum skoðanakönnunum síðan snemma árs 2023.[1][2]
Menntun
[breyta | breyta frumkóða]Kristrún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2008. Hún lauk BS prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og MA-prófi í hagfræði frá Boston-háskóla árið 2014. Hún lauk líka árið 2016 MA-próf í alþjóðafræði með áherslu á hagstjórn og alþjóðafjármál frá Yale-háskóla.
Starfsferill
[breyta | breyta frumkóða]Kristrún er fyrrverandi hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands og fyrrum aðalhagfræðingur Kviku banka. Hún hefur starfað sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu og verið starfsmaður greiningardeildar Arion banka. Hún starfaði sem sérfræðingur í greiningardeild bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley, fyrst í New York og síðan í London en hélt þaðan til starfa sem aðalhagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands í mars árið 2017.[3] Í janúar 2018 tók hún við starfi aðalhagfræðings Kviku banka[4] en sagði starfinu upp þegar hún sóttist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík í janúar 2021.[5]
Stjórnmál
[breyta | breyta frumkóða]Innkoma Kristrúnar inn á hið pólitíska svið vakti mikla athygli í aðdraganda kosninga. Hún var sá frambjóðandi Samfylkingarinnar sem var einna mest áberandi í kosningabaráttunni og meðal annars spratt fjölmiðlaumræða um hvort Kristrún hefði í starfi sínu hjá Kviku banka fengið tugmilljóna króna kaupaaukagreiðslur. Kristrún vísaði þeim fullyrðingum á bug.[6]
Formennska í Samfylkingunni
[breyta | breyta frumkóða]Eftir að Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, tilkynnti 18. júní 2022 að hann myndi láta af störfum sem formaður var Kristrún orðuð við formannsstólinn. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður og ráðherra Samfylkingarinnar, hafði þó skrifað póst á Facebook nokkrum dögum áður þar sem að hann sagði að Kristrún væri efnislegasta kona íslenskra stjórnmála og spurði hvenær Samfylkingin ætlaði að kalla hana til forystu.[7] Í ágúst á sama ári í Iðnó gaf hún kost á sér í formannskjör Samfylkingarinnar.[8] Þar sem engin önnur framboð bárust var Kristrún sjálfkjörin formaður á landsfundi flokksins þann 28. október 2022 með 94,5 prósent atkvæða.[9]
Einkalíf
[breyta | breyta frumkóða]Maki Kristrúnar er Einar B. Ingvarsson og eiga þau tvær dætur fæddar árið 2019 og 2023.[10]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Flestir treysta Kristrúnu“. Kjarninn. 18. nóvember 2022. Sótt 23. júlí 2024.
- ↑ „Next Icelandic parliamentary election“, Wikipedia (enska), 21. júlí 2024, sótt 23. júlí 2024
- ↑ Vi.is, „Kristrún nýr hagfræðingur Viðskiptaráðs“ (skoðað 13. febrúar 2021)
- ↑ Visir.is, „Kristrún nýr aðalhagfræðingur Kviku“ (skoðað 13. febrúar 2021)
- ↑ Mbl.is, „Kristrún lætur af störfum hjá Kviku“ (skoðað 13. febrúar 2021)
- ↑ Dv.is, „Kristrún neitar að hafa þegið tugmilljóna króna kaupaukagreiðslur: „Þetta er algjör lágkúra í fjölmiðlun““ (skoðað 27. september 2021)
- ↑ Sunna Valgerðardóttir (18. júní 2022). „Þau sem koma helst til greina í formannsbaráttuna“. RÚV. Sótt 18. Maí 2024.
- ↑ Það er hægt að stjórna landinu betur Vísir, sótt 19/8 2022
- ↑ Þórður Snær Júlíusson (28. október 2022). „Kristrún Frostadóttir orðin formaður Samfylkingarinnar“. Kjarninn. Sótt 28. október 2022.
- ↑ Xs.is, „Kristrún Mjöll Frostadóttir“[óvirkur tengill] (skoðað 13. febrúar 2021)