Norðvesturkjördæmi
Þingmenn
|
|
---|---|
Mannfjöldi | 31.881 (2024) |
Sveitarfélög | 22 |
Kjósendur
|
|
Kjörsókn | 82% (2021) |
Núverandi þingmenn | |
Norðvesturkjördæmi er eitt af kjördæmum Íslands. Það er fámennasta kjördæmið og hefur átta sæti á Alþingi, þar af eitt jöfnunarsæti. Kjördæmið varð til þegar fyrrverandi kjördæmin Vesturland, Vestfirðir og Norðurland vestra voru sameinuð með nýrri kjördæmaskipan árið 2000 með þeirri undantekningu að Siglufjörður sem áður tilheyrði Norðurlandi vestra tilheyrir nú Norðausturkjördæmi. Fyrst var kosið samkvæmt nýrri kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003.
Upphaflega var fjöldi þingsæta í kjördæminu ákveðinn tíu sæti, þar af níu kjördæmissæti en eitt jöfnunarsæti. Þegar kosið var samkvæmt nýju kjördæmaskipaninni fyrst 2003 var fjöldi kjósenda á kjörskrá að baki hverjum þingmanni innan við helmingur af fjölda kjósenda að baki hverju þingsæti í Suðvesturkjördæmi. Fyrir kosningarnar 2007 var því eitt kjördæmissæti flutt úr Norðvesturkjördæmi yfir í Suðvesturkjördæmi í samræmi við ákvæði stjórnarskrár og kosningalaga. Sama staða kom upp eftir alþingiskosningar 2009 og 2021 þannig að eitt kjördæmissæti fluttist yfir í Suðvesturkjördæmi í hvort skipti. Í kosningunum 2024 verða því sex kjördæmissæti og eitt jöfnunarsæti í Norðvesturkjördæmi.[1] Samkvæmt stjórnarskrá skulu ekki vera færri en sex kjördæmissæti í hverju kjördæmi og því er ljóst að ekki verða fleiri sæti færð frá Norðvesturkjördæmi samkvæmt þessum ákvæðum.
Sveitarfélög
[breyta | breyta frumkóða]Eftirfarandi sveitarfélög eru í Norðvesturkjördæmi: Akraneskaupstaður, Hvalfjarðarsveit, Skorradalshreppur, Borgarbyggð, Eyja- og Miklaholtshreppur, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Stykkishólmsbær, Dalabyggð, Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær, Súðavíkurhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð, Húnaþing vestra, Húnabyggð, Sveitarfélagið Skagaströnd og Sveitarfélagið Skagafjörður.
Kosningatölfræði
[breyta | breyta frumkóða]Kosningar | Kjósendur á kjörskrá |
Breyting | Greidd atkvæði |
Kjörsókn | Utankjörfundar- atkvæði |
Þingsæti | Kjósendur á hvert þingsæti |
Vægi[1] | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Fjöldi | Hlutfall greiddra | ||||||||
2003 | 21.247 | á ekki við | 18.984 | 89,3% | 1.690 | 8,9% | 10 | 2.125 | 158% |
2007 | 21.126 | 121 | 18.178 | 86,0% | 2.735 | 15,0% | 9 | 2.347 | 150% |
2009 | 21.293 | 167 | 18.214 | 85,5% | 2.450 | 13,5% | 9 | 2.366 | 153% |
2013 | 21.318 | 25 | 17.825 | 83,6% | 3.145 | 17,6% | 8 | 2.665 | 142% |
2016 | 21.481 | 163 | 17.444 | 81,2% | 3.149 | 18,1% | 8 | 2.685 | 146% |
2017 | 21.521 | 40 | 17.872 | 83,0% | 3.483 | 19,5% | 8 | 2.690 | 147% |
2021 | 21.548 | 27 | 17.669 | 82,0% | 3.763 | 21,3% | 8 | 2.694 | 150% |
2024 | 22.348 | 800 | 18.398 | 82,3% | - | - | 7 | 3.193 | 133% |
[1] Vægi atkvæða í Norðvesturkjördæmi miðað við vægi atkvæða á landsvísu. | |||||||||
Heimild: Hagstofa Íslands |
Þingmenn kjörnir úr kjördæminu
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Framkvæmd alþingiskosninga 2021“. 2021. Sótt 2024.