Sigurjón Þórðarson
Útlit
Sigurjón Þórðarson (SigurjÞ) | |||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Formaður Frjálslynda flokksins | |||||||||||||
Í embætti 20. mars 2010 – 18. mars 2012 | |||||||||||||
Forveri | Guðjón Arnar Kristjánsson | ||||||||||||
Alþingismaður | |||||||||||||
| |||||||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||||||
Fæddur | 29. júní 1964 | ||||||||||||
Stjórnmálaflokkur | Frjálslyndi flokkurinn (2003-2012)
Dögun (2012-2021) Flokkur fólksins (2021-) | ||||||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Sigurjón Þórðarson (f. 29. júní 1964) er íslenskur stjórnmálamaður sem sat á Alþingi fyrir Frjálslynda flokkinn frá 2003 til 2007 og fyrir Flokk fólksins frá árinu 2024.
Hann var formaður Frjálslynda flokksins frá 2010 til 2012, þangað til að hann var lagður niður. Hann var einnig einn af stofnendum Dögunar árið 2012 sem var samruni af Frjálslynda flokknum og Hreyfingunni, og bauð Sigurjón sig fram fyrir flokkinn í Alþingiskosningunum 2016, en náði ekki kjöri.
Í Alþingiskosningunum 2021 bauð Sigurjón sig fram fyrir Flokk fólksins en náði ekki kjöri og var varaþingmaður á kjörtímabilinu þar til að hann var kjörinn í Alþingiskosningunum 2024.