Fara í innihald

Bergþór Ólason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Bergþór Ólason (BergÓ)
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2017 2024  Norðvestur  Miðflokkur
2024    Suðvestur  Miðflokkur
Persónulegar upplýsingar
Fæddur26. september 1975 (1975-09-26) (49 ára)
Akranes
StjórnmálaflokkurMiðflokkurinn
Æviágrip á vef Alþingis

Bergþór Ólason (fæddur á Akranesi 26. september 1975) er þingmaður fyrir Miðflokkinn frá 2017.

Bergþór var aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra frá 2003 til 2006. Hann var fyrst kjörinn á Alþingi fyrir Miðflokkinn í Alþingiskosningum árið 2017. Hann var einn þeirra þingmanna sem náðist upptaka af á Klausturbarnum þann 20. nóvember 2018. Forsætisnefnd Alþingis úrskurðaði 1. ágúst 2019 að Bergþór, ásamt Gunnari Braga Sveinssyni, hefði með framferði sínu brotið gegn siðareglum fyrir alþingismenn.[1] Bergþór varð aftur kjörinn í Alþingiskosningunum árið 2021 fyrir Miðflokkinn og aftur í kosningunum 2024.

  1. „Afgreiðsla forsætisnefndar á Klaustursmálinu“. Alþingi. 1. ágúst 2019. Sótt 4. ágúst 2019.
  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.