Dagur B. Eggertsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík

Dagur Bergþóruson Eggertsson (f. 19. júní 1972) er borgarstjóri í Reykjavík. Dagur er oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn og fyrrverandi varaformaður flokksins. Hann hefur gegnt embætti borgarstjóra frá árinu 2014 en var áður borgarstjóri í hundrað daga, frá október 2007 til janúar 2008.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Dagur hefur setið í borgarstjórn Reykjavíkur frá árinu 2002, 2002-2006 fyrir Reykjavíkurlistann en síðan fyrir Samfylkinguna. Hann sigraði prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík í febrúar 2006. Hann skrifaði ævisögu Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Hún kom út í þremur bindum á árunum 1998-2000.

Dagur tók við embætti borgarstjóra þann 16. október 2007, eftir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk. Björn Ingi Hrafnsson sagði skilið við borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins 11. október 2007, en dagana á undan hafði verið misklíð innan meirihlutans um tilveru útrásararms Orkuveitu Reykjavíkur, þ.e. Reykjavik Energy Invest. Meirihlutinn á bak við Dag sem borgarstjóra samanstóð af borgarfulltrúum Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar - Græns framboðs, Framsóknarflokks og F-lista.

21. janúar 2008 tilkynntu Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, að þeir hefðu ákveðið að mynda saman meirihluta með Ólaf sem borgarstjóra. Meirihlutinn tók við völdum 24. janúar 2008 og lét Dagur þá af embætti borgarstjóra. Hafði hann þá setið í embætti í hundrað daga. Aðeins Árni Sigfússon hefur setið skemur í embætti borgarstjóra en Dagur.

Dagur var formaður borgarráðs 2010-2014 í samstarfi Samfylkingarinnar og Besta flokksins. Að loknum borgarstjórnarkosningum 2014 var Dagur kjörinn borgarstjóri í meirihluta Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, VG og Pírata.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Borgarstjóri Reykjavíkur
(16. október 200724. janúar 2008)
Eftirmaður:
Ólafur F. Magnússon
Fyrirrennari:
Jón Gnarr
Borgarstjóri Reykjavíkur
(16. júní 2014enn í embætti)
Eftirmaður:
enn í embætti


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.