Suðurkjördæmi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Suðurkjördæmi
Kort af Suðurkjördæmi
Þingmenn
 -kjördæmakjörnir
 -jöfnunarmenn
10
9
1
Mannfjöldi
     Suðurnes
     Suðurland og Vestmannaeyjar
     Skaftafellssýslur
47.810
21.533
23.228
3.049
Sveitarfélög 20
Kosningar 2003 2007 2009
Kjósendur á kjörskrá 28.344 30.597 32.505
Fjöldi á bakvið hvert þingsæti 2.834 3.060 3.251
Kjörsókn 89,4% 84,3% 85,6%

Suðurkjördæmi er eitt af kjördæmum Íslands. Það hefur 10 sæti á Alþingi, þar af eitt jöfnunarsæti. Kjördæmið er hið gamla Suðurlandskjördæmi að viðbættum Hornafirði sem áður tilheyrði Austurlandskjördæmi og Suðurnesjum sem áður voru í Reykjaneskjördæmi. Kjördæmið var myndað með nýrri kjördæmaskipan árið 2000, en fyrst var kosið samkvæmt þeirri skipan í Alþingiskosningum 2003.

Sveitarfélög[breyta | breyta frumkóða]

Í Suðurkjördæmi eru sveitarfélögin: Sveitarfélagið Hornafjörður, Skaftárhreppur, Mýrdalshreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Vestmannaeyjabær, Flóahreppur, Sveitarfélagið Árborg, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppur, Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grindavíkurkaupstaður, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður, Reykjanesbær og Sveitarfélagið Vogar.

Skipting þingsæta og þingmenn[breyta | breyta frumkóða]

Þing 1. þingm. Fl. 2. þingm. Fl. 3. þingm. Fl. 4. þingm. Fl. 5. þingm. Fl. 6. þingm. Fl. 7. þingm. Fl. 8. þingm. Fl. 9. þingm. Fl. 10. þingm. Fl.
129. Margrét Frímannsdóttir S Árni Ragnar Árnason* D Guðni Ágústsson B Lúðvík Bergvinsson S Drífa Hjartardóttir D Hjálmar Árnason B Björgvin G. Sigurðsson S Guðjón Hjörleifsson D Magnús Þór Hafsteinsson F Jón Gunnarsson S
130.
131. Drífa Hjartardóttir Guðjón Hjörleifsson Kjartan Ólafsson
132.
133.
134. Árni M. Mathiesen D Björgvin G. Sigurðsson S Kjartan Ólafsson D Lúðvík Bergvinsson S Árni Johnsen D Atli Gíslason V Bjarni Harðarson B Björk Guðjónsdóttir D Grétar Mar Jónsson F
135.
136. Helga Sigrún Harðardóttir Eygló Harðardóttir
137. Björgvin G. Sigurðsson S Ragnheiður Elín Árnadóttir D Sigurður Ingi Jóhannsson Atli Gíslason V Oddný G. Harðardóttir Unnur Brá Konráðsdóttir Eygló Harðardóttir B Róbert Marshall S Árni Johnsen Margrét Tryggvadóttir O
138.
139.
140.
141.
142. Sigurður Ingi Jóhannsson B Ragnheiður Elín Árnadóttir Silja Dögg Gunnarsdóttir Unnur Brá Konráðsdóttir D Páll Jóhann Pálsson B Oddný G. Harðardóttir S Ásmundur Friðriksson D Haraldur Einarsson B Vilhjálmur Árnason Páll Valur Björnsson A
(*) Árni Ragnar Árnason lést áður en 131. löggjafarþing var sett.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]