Diljá Mist Einarsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Diljá Mist Einarsdóttir
Fædd21. desember 1987
Reykjavík, Ísland
ÞjóðerniÍsland
MenntunHáskóli Íslands
StörfAðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra
TitillHæstaréttarlögmaður
FlokkurSjálfstæðisflokkurinn
Vefsíðahttps://www.diljamist.is/

Diljá Mist Einarsdóttir (f. í Reykjavík 21. desember 1987) er lögfræðingur og alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður. Áður var hún aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra Íslands. 1. maí 2021 tilkynnti Diljá Mist um framboð sitt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þar sem hún sóttist eftir þriðja sæti á lista flokksins.[1][2][3][4]

Diljá Mist lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2006, BA-prófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2009, MA-prófi í lögfræði árið 2011 og LL.M. gráðu í auðlindarétti og alþjóðlegum umhverfisrétti árið 2017 frá sama skóla. Hún öðlaðist héraðsdómslögmannsréttindi árið 2012 og hæstaréttarlögmannsréttindi árið 2018 og starfaði sem fulltrúi á lögmannsstofunni Lögmáli frá árinu 2011 til ársins 2018 þegar hún gerðist aðstoðarmaður utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra[5][6][7]. Störf Diljár innan ráðuneytisins hafa m.a. snúið að þróunarsamvinnu sem er orðinn veigamikill hluti af utanríkismálum Íslands og leiddi hún starfshóp um innleiðingu mannréttindamiðaðrar þróunarsamvinnu í tvíhliða samstarfi ásamt því að starfa í starfshópi um stuðning utanríkisþjónustunnar við útflutningsgreinar.

Diljá hefur tekist á hendur ýmis verkefni á vettvangi Sjálfstæðisflokksins frá 17 ára aldri. Hún hefur gegnt stöðu ritara og varaformanns Heimdallar, annars varaformanns Sambands ungra sjálfstæðismanna[8], setið í stjórn hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Grafarvogi, setið í stjórn Varðar, fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins og átti sæti í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar. Diljá var á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar 2009 og situr sem vararborgarfulltrúi flokksins í Reykjavík.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Diljá Mist í þriðjasæti X-D fyrir alþingiskosningar 2021“. Diljá Mist í þriðja sætið (bandarísk enska). Sótt 1. maí 2021.[óvirkur tengill]
  2. „Diljá Mist sækist eftir þriðja sætinu“. www.mbl.is. Sótt 1. maí 2021.
  3. „Diljá Mist stefnir á þriðja sæti í Reykjavík“. RÚV. 1. maí 2021. Sótt 1. maí 2021.
  4. Böðvarsdóttir, Elín Margrét. „Diljá Mist vill þriðja sæti á lista Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík - Vísir“. visir.is. Sótt 1. maí 2021.
  5. „Diljá Mist nýr aðstoðarmaður“. www.stjornarradid.is. Sótt 1. maí 2021.
  6. „Diljá Mist aðstoðar Guðlaug Þór“. www.mbl.is. Sótt 1. maí 2021.
  7. „Diljá Mist aðstoðar Guðlaug í utanríkisráðuneytinu“. Kjarninn. 13. febrúar 2018. Sótt 1. maí 2021.
  8. „Fyrri stjórnir“. Ungir sjálfstæðismenn. Sótt 1. maí 2021.