Sigurður Helgi Pálmason
Sigurður Helgi Pálmason | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() | |||||||
Alþingismaður | |||||||
| |||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||
Fæddur | 9. október 1974 Reykjavík | ||||||
Stjórnmálaflokkur | Flokkur fólksins | ||||||
Maki | Ragnheiður Möller | ||||||
Börn | 6 | ||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Sigurður Helgi Pálmason (f. 9. október 1974) er íslenskur alþingismaður fyrir Flokk fólksins.
Fjölskylda
[breyta | breyta frumkóða]Sigurður fæddist í Reykjavík 9. október árið 1974. Foreldrar hans eru Þuríður Sigurðardóttir söng og myndlistarkona og Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður. Afi Sigurðar var Sigurður Ólafsson söngvari og hestamaður. Langafi Sigurðar var Gunnar Sigurðsson, alþingismaður frá Selalæk. Sigurður er elstur fjögurra hálfsystkina.
Æviágrip
[breyta | breyta frumkóða]Sigurður ólst upp í Garðabæ hjá móður sinni og stjúpföður Friðriki Friðriksssyni. Eftir grunnskóla lá leið hans í nám í Alþýðuskólanum á Eiðum og þaðan í Iðnskólann í Hafnarfirði. Sigurður bjó um tíma á Vopnafirði og Árskógssandi með föður og stjúpmóður sinni, Önnu Ólafsdóttur.
Starfsferill
[breyta | breyta frumkóða]Sigurður hefur komið víða við á sínum starfsferli. Á árunum 1995-2001 vann hann hjá flugfélaginu Air Atlanta sem flugþjónn. Bílstjóri og vakstjóri hjá Íslandspósti 2003–2005. Þjónustufulltrúi hjá TNT hraðflutningum 2005–2011. Safnvörður hjá Seðlabanka Íslands 2015–2021 og hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar 2024. Sigurður hefur unnið að gerð sjónvarpsþáttanna Fyrir alla muni með Viktoríu Hermannsdóttur sem sýndir eru á RÚV. Frá árinu 2019 hefur hann samið tónlist fyrir sjónvarpsþætti sem sýndir hafa verið á Íslandi og erlendis. Árið 2006 gaf hann út hljómpötu sem bar heitið Stories. Sigurður kom fram með föður sínum á hljómplötu þeirra Friðarjól sem kom út árið 1985.
Þingferill
[breyta | breyta frumkóða]Sigurður tilkynnti framboð sitt til Alþingis þann 31. október árið 2024. Sigurður skipaði annað stæði á lista Flokk fólksins í Suðurkjördæmi.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]