Fara í innihald

Ásthildur Lóa Þórsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ)
Mennta- og barnamálaráðherra Íslands
Í embætti
21. desember 2024 – 23. mars 2025
ForsætisráðherraKristrún Frostadóttir
ForveriÁsmundur Einar Daðason
EftirmaðurGuðmundur Ingi Kristinsson
Alþingismaður
frá  kjördæmi    þingflokkur
2021  suður  Flokkur fólksins
Persónulegar upplýsingar
Fædd20. nóvember 1966 (1966-11-20) (58 ára)
Reykjavík, Íslandi
StjórnmálaflokkurFlokkur fólksins
MakiHafþór Ólafsson
Börn2
HáskóliHáskóli Íslands
Kennaraháskóli Íslands
Æviágrip á vef Alþingis

Ásthildur Lóa Þórsdóttir (f. 20. nóvember 1966) er íslenskur grunnskólakennari og alþingismaður Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Ásthildur Lóa var upphaflega kjörin á þing í alþingiskosningunum árið 2021.[1]

Ásthildur hefur verið formaður Hagsmunasamtaka heimilanna frá 2017 og setið í stjórn og samninganefnd grunnskólakennara.[2]

Ásthildur tók við embætti mennta- og barnamálaráðherra Íslands í ráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur þann 21. desember 2024.[3]

Ásthildur sagði af sér sem ráðherra þann 20. mars 2025 eftir að upplýst var um að hún hefði átt í ástarsambandi við 15 ára dreng [4] þegar hún var 22 ára og eignast barn með honum ári síðar. Hún hafði kynnst drengnum í kristilegu unglingastarfi.[5] Barnsfaðir hennar sakaði hana um að hafa tálmað sig frá umgengni við barnið en á sama tíma krafið hann um meðlög í átján ár.[6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Alþingi - Æviágrip, „Ásthildur Lóa Þórsdóttir“ (skoðað 8. október 2021)
  2. Mbl.is, „Ásthildur Lóa í framboð fyrir Flokk fólksins“ (skoðað 8. október 2021)
  3. Ragnar Jón Hrólfsson; Þorgerður Anna Gunnarsdóttir (21. desember 2024). „Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er tekin við völdum“. RÚV. Sótt 21. desember 2024.
  4. Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Vísir.is, sótt 25. mars, 2025
  5. Alexander Kristjánsson; Ásta Hlín Magnúsdóttir (20. mars 2025). „Ásthildur Lóa segir af sér ráðherraembætti“. RÚV. Sótt 20. mars 2025.
  6. Sunna Karen Sigurþórsdóttir (20. mars 2025). „Barnamálaráðherra átti barn með unglingspilti sem hún kynntist í trúarsöfnuði“. RÚV. Sótt 20. mars 2025.