Ingvar Þóroddsson
Ingvar Þóroddsson | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Alþingismaður | |||||||
| |||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||
Fæddur | 25. júní 1998 Akureyri, Íslandi | ||||||
Stjórnmálaflokkur | Viðreisn | ||||||
Háskóli | Háskóli Íslands, University of California, Berkeley | ||||||
Starf | Stjórnmálamaður |
Ingvar Þóroddsson er íslenskur stjórnmálamaður sem var kjörinn á Alþingi árið 2024. Hann er yngsti þingmaðurinn sem var kjörinn á þessu kjörtímabili. [1]
Lífshlaup
[breyta | breyta frumkóða]Ingvar er fæddur 25. júní 1998 á Akureyri. Hann ólst að mestu upp í Reykjavík en líka í Svíþjóð og Noregi. Hann fluttist heim til Akureyrar þar sem hann stundaði nám í Menntaskólanum á Akureyri. Á lokaári sínu í MA var Ingvar Inspector scholae [2]. Ingvar fluttist til Reykjavíkur eftir menntaskóla og stundaði nám í Háskóla Íslands. Í HÍ sat Ingvar í stúdentaráði fyrir hönd Röskvu. Í alþingiskosningunum árið 2021 skipaði Ingvar 3. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi [3]. Hann hefur þar að auki verið kosningastjóri Viðreisnar í borgarstjórnarkosninginum í Reykjavík 2022 og var varaformaður Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar starfsárið 2021-2022.
Árið 2023 flutti Ingvar til Bandaríkjanna þar sem hann stundaði nám við Berkeley. Áður en hann náði kjöri til Alþingis starfaði Ingvar sem kennari við sinn gamla skóla MA.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Vikublaðið. „Ingvar Þóroddsson verður yngsti þingmaðurinn á Alþingi“. Vikublaðið. Sótt 18. desember 2024.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 18. desember 2024.
- ↑ Viðreisn (4. maí 2021). „Framboðslisti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi“. Viðreisn. Sótt 18. desember 2024.