Reykjavíkurkjördæmi norður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hnit: 64°08′25″N 21°52′39″V / 64.14028°N 21.87750°A / 64.14028; 21.87750

Reykjavíkurkjördæmi norður
Kort af Reykjavíkurkjördæmi norður
Þingmenn
 -kjördæmakjörnir
 -jöfnunarmenn
11
9
2
Mannfjöldi 119.357 (í Reykjavík allri)
Sveitarfélög 1
Kosningar 2003 2007 2009
Kjósendur á kjörskrá 42.812 43.775 43.784
Fjöldi á bakvið hvert þingsæti 3.892 3.979 3.980
Kjörsókn 85,5% 81,4% 83,1%


Reykjavíkurkjördæmi norður er eitt af kjördæmum Íslands. Það hefur 11 sæti á Alþingi, þar af tvö jöfnunarsæti. Landskjörstjórn skiptir Reykjavíkurborg niður í tvö kjördæmi og miðar þar við þjóðskrá fimm vikum fyrir kjördag, reynt er að gæta þess að álíka margir búi í hvoru kjördæmi og að þau myndi sem samfelldasta heild. Reykjavík hefur hingað til verið skipt upp í norður og suðurkjördæmi og mörkin liggja í grófum dráttum meðfram Vesturlandsvegi, Miklubraut og Hringbraut. Í kosningunum 2003 voru mörkin látin fylgja Suðurlandsvegi frá gatnamótunum við Vesturlandsveg þannig að Grafarholt lenti í norðurkjördæminu en fyrir kosningarnar 2007 voru mörkin látin liggja um mitt hverfið þannig að það skiptist á milli suður- og norðurkjördæmanna.

Kjördæmið var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000. Fyrst var kosið samkvæmt þessari skipan í Alþingiskosningum 2003. Fjöldi kjósenda á kjörskrá á hvert þingsæti var 3.892 í kosningunum 2003.


Skipting þingsæta og þingmenn[breyta | breyta frumkóða]

Þing 1. þingm. Fl. 2. þingm. Fl. 3. þingm. Fl. 4. þingm. Fl. 5. þingm. Fl. 6. þingm. Fl. 7. þingm. Fl. 8. þingm. Fl. 9. þingm. Fl. 10. þingm. Fl. 11. þingm. Fl.
129. Össur Skarphéðinsson S Davíð Oddsson D Bryndís Hlöðversdóttir S Björn Bjarnason D Guðrún Ögmundsdóttir S Guðlaugur Þór Þórðarson D Halldór Ásgrímsson B Kolbrún Halldórsdóttir V Helgi Hjörvar S Sigurður Kári Kristjánsson D Árni Magnússon* B
130.
131.
132. Björn Bjarnason Guðrún Ögmundsdóttir Guðlaugur Þór Þórðarson Helgi Hjörvar Sigurður Kári Kristjánsson Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ásta Möller Guðjón Ólafur Jónsson*
133. Guðjón Ólafur Jónsson Sæunn Stefánsdóttir
134. Guðlaugur Þór Þórðarson D Össur Skarphéðinsson S Guðfinna Bjarnadóttir D Katrín Jakobsdóttir V Jóhanna Sigurðardóttir Pétur Blöndal Helgi Hjörvar S Sigurður Kári Kristjánsson D Árni Þór Sigurðsson V Steinunn Valdís Óskarsdóttir S Ellert B. Schram S
135.
136.
137. Jóhanna Sigurðardóttir S Katrín Jakobsdóttir V Illugi Gunnarsson Helgi Hjörvar S Árni Þór Sigurðsson V Valgerður Bjarnadóttir S Pétur Blöndal D Sigmundur Davíð Gunnlaugsson B Þráinn Bertelsson** O Álfheiður Ingadóttir V Steinunn Valdís Óskarsdóttir***
138. U
139. V Mörður Árnason
140.
141.
142. Illugi Gunnarsson D Frosti Sigurjónsson B Katrín Jakobsdóttir V Össur Skarphéðinsson Brynjar Níelsson D Björt Ólafsdóttir A Sigrún Magnúsdóttir B Árni Þór Sigurðsson V Birgir Ármannsson D Helgi Hrafn Gunnarsson Þ Valgerður Bjarnadóttir

(*) Árni Magnússon sat á 132. löggjafarþingi en sagði af sér í mars 2006. Þá tók Guðjón ólafur Jónsson sæti Árna sem 11. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður.

(**) Þráinn Bertelsson sagði sig úr þinghópi Borgarahreyfingarinnar áður en 137. löggjafarþingi lauk. Á meðan 138. löggjafarþingi stóð gerðist hann meðlimur í þingflokki Vinstrihreyfingarinnar-Græns framboðs.

(***) Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagði af sér þingmennsku á meðan 138. löggjafarþingi stóð. Við hennar sæti tók Mörður Árnason.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]