Reykjavíkurkjördæmi norður
Hnit: 64°08′25″N 21°52′39″V / 64.14028°N 21.87750°A
![]() | |||
Þingmenn -kjördæmakjörnir -jöfnunarmenn |
11 9 2 | ||
Mannfjöldi | 119.357 (í Reykjavík allri) | ||
Sveitarfélög | 1 | ||
Kosningar | 2003 | 2007 | 2009 |
Kjósendur á kjörskrá | 42.812 | 43.775 | 43.784 |
Fjöldi á bakvið hvert þingsæti | 3.892 | 3.979 | 3.980 |
Kjörsókn | 85,5% | 81,4% | 83,1% |
Reykjavíkurkjördæmi norður er eitt af kjördæmum Íslands. Það hefur 11 sæti á Alþingi, þar af tvö jöfnunarsæti. Landskjörstjórn skiptir Reykjavíkurborg niður í tvö kjördæmi og miðar þar við þjóðskrá fimm vikum fyrir kjördag, reynt er að gæta þess að álíka margir búi í hvoru kjördæmi og að þau myndi sem samfelldasta heild. Reykjavík hefur hingað til verið skipt upp í norður og suðurkjördæmi og mörkin liggja í grófum dráttum meðfram Vesturlandsvegi, Miklubraut og Hringbraut. Í kosningunum 2003 voru mörkin látin fylgja Suðurlandsvegi frá gatnamótunum við Vesturlandsveg þannig að Grafarholt lenti í norðurkjördæminu en fyrir kosningarnar 2007 voru mörkin látin liggja um mitt hverfið þannig að það skiptist á milli suður- og norðurkjördæmanna.
Kjördæmið var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000. Fyrst var kosið samkvæmt þessari skipan í Alþingiskosningum 2003. Fjöldi kjósenda á kjörskrá á hvert þingsæti var 3.892 í kosningunum 2003.
Skipting þingsæta og þingmenn[breyta | breyta frumkóða]
(*) Árni Magnússon sat á 132. löggjafarþingi en sagði af sér í mars 2006. Þá tók Guðjón ólafur Jónsson sæti Árna sem 11. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður.
(**) Þráinn Bertelsson sagði sig úr þinghópi Borgarahreyfingarinnar áður en 137. löggjafarþingi lauk. Á meðan 138. löggjafarþingi stóð gerðist hann meðlimur í þingflokki Vinstrihreyfingarinnar-Græns framboðs.
(***) Steinunn Valdís Óskarsdóttir sagði af sér þingmennsku á meðan 138. löggjafarþingi stóð. Við hennar sæti tók Mörður Árnason.