Suðvesturkjördæmi
Þingmenn
|
|
---|---|
Mannfjöldi | 104.160 (2021) |
Sveitarfélög | 6 |
Kjósendur
|
|
Kjörsókn | 81,1% (2021) |
Núverandi þingmenn | |
Suðvesturkjördæmi er eitt af kjördæmum Íslands. Það er fjölmennasta kjördæmið og hefur þrettán sæti á Alþingi, þar af tvö jöfnunarsæti. Í kjördæminu eru öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins utan Reykjavíkur sem áður voru hluti af Reykjaneskjördæmi. Það var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000, en fyrst var kosið samkvæmt þeirri skipan í Alþingiskosningum 2003. Kjördæmið er stundum kallað Kraginn vegna þess hvernig það umlykur Reykjavík.
Upphaflega var ákveðið að ellefu þingsæti skyldu fylgja kjördæminu, níu kjördæmissæti og tvö jöfnunarsæti. Í fyrstu kosningunum þar sem notast var við nýju kjördæmaskipunina (2003) voru tvöfalt fleiri kjósendur að baki hverju þingsæti í Suðvesturkjördæmi en voru í Norðvesturkjördæmi og því virkjaðist ákvæði stjórnarskrár um að færa þingsæti á milli kjördæma til að jafna muninn. Í kosningunum 2007 var kjördæmissætum í Suðvesturkjördæmi því fjölgað um eitt á kostnað Norðvesturkjördæmis. Í alþingiskosningunum 2009 voru kjósendur að baki hverju þingsæti í Suðvesturkjördæmi aftur orðnir tvöfalt fleiri en þeir voru í Norðvesturkjördæmi og því var annað kjördæmissæti flutt á milli kjördæmanna fyrir kosningarnar 2013. Þrátt fyrir þennan tilflutning á þingsætum eru ennþá mun fleiri kjósendur að baki hverju þingsæti í Suðvesturkjördæmi en í öðrum kjördæmum. Í þingkosningunum 2021 voru kjósendur að baki hverju þingsæti aftur orðnir tvöfalt fleiri í Suðvestur- en í Norðvesturkjördæmi og því mun þriðja sætið færist á milli þessara kjördæma fyrir næstu kosningar. Mun þingsætum því fjölga um eitt, í alls 14 í kosningum sem áætlaðar eru 2025, þegar þingsæti flyst frá Norðvesturkjördæmi.
Frá upptöku núverandi kjördæmaskipunar hefur Suðvesturkjördæmi verið sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins sem hefur sex sinnum haft fyrsta þingmann þess en Samfylkingin einu sinni.
Sveitarfélög
[breyta | breyta frumkóða]Í kjördæminu eru eftirfarandi sveitarfélög (íbúafjöldi 2021 í sviga):
- Kópavogur (38.760)
- Hafnarfjörður (29.530)
- Garðabær (18.060)
- Mosfellsbær (12.880)
- Seltjarnarnes (4.690)
- Kjósarhreppur (240)
Landfræðilega skiptist kjördæmið í fjóra aðgreinda búta þar sem Kjósarhreppur og Seltjarnarnes eiga ekki mörk að öðrum sveitarfélögum kjördæmisins auk þess sem Krýsuvíkurland Hafnarfjarðar liggur ekki að landi annarra sveitarfélaga í kjördæminu.
Kosningatölfræði
[breyta | breyta frumkóða]Kosningar | Kjósendur á kjörskrá |
Breyting | Greidd atkvæði |
Kjörsókn | Utankjörfundar- atkvæði |
Þingsæti | Kjósendur á hvert þingsæti |
Vægi[1] | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Fjöldi | Hlutfall greiddra | ||||||||
2003 | 48.842 | á ekki við | 43.246 | 88,5% | 3.979 | 9,2% | 11 | 4.440 | 76% |
2007 | 54.584 | 5.742 | 45.989 | 84,3% | 5.211 | 11,3% | 12 | 4.549 | 77% |
2009 | 58.202 | 3.618 | 50.315 | 86,4% | 5.624 | 11,2% | 12 | 4.850 | 75% |
2013 | 63.125 | 4.923 | 52.048 | 82,5% | 8.493 | 16,3% | 13 | 4.856 | 78% |
2016 | 68.240 | 5.115 | 54.667 | 80,1% | 8.496 | 15,5% | 13 | 5.249 | 75% |
2017 | 69.544 | 1.304 | 57.255 | 82,3% | 10.923 | 19,1% | 13 | 5.350 | 74% |
2021 | 73.729 | 4.185 | 59.820 | 81,1% | - | - | 13 | 5.671 | 71% |
[1] Vægi atkvæða í Suðvesturkjördæmi miðað við vægi atkvæða á landsvísu. | |||||||||
Heimild: Hagstofa Íslands |