Suðvesturkjördæmi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Suðvesturkjördæmi
Þingmenn
 -kjördæmakjörnir
 -jöfnunarmenn
 -alls

11
2
13
Mannfjöldi 104.160 (2021)
Sveitarfélög 6
Kjósendur
 -á kjörskrá
 -á hvert þingsæti

73.729 (2021)
5.671
Kjörsókn 81,1% (2021)
Núverandi þingmenn
1.Bjarni Benediktsson D 
2.Jón Gunnarsson D 
3.Willum Þór Þórsson B 
4.Guðmundur Ingi Guðbrandsson V 
5.Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir C 
6.Bryndís Haraldsdóttir D 
7.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir P 
8.Þórunn Sveinbjarnardóttir S 
9.Guðmundur Ingi Kristinsson F 
10.Óli Björn Kárason D 
11.Ágúst Bjarni Garðarsson B 
12.Sigmar Guðmundsson C 
13.Gísli Rafn Ólafsson P 

Suðvesturkjördæmi er eitt af kjördæmum Íslands. Það er fjölmennasta kjördæmið og hefur þrettán sæti á Alþingi, þar af tvö jöfnunarsæti. Í kjördæminu eru öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins utan Reykjavíkur sem áður voru hluti af Reykjaneskjördæmi. Það var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000, en fyrst var kosið samkvæmt þeirri skipan í Alþingiskosningum 2003. Kjördæmið er stundum kallað Kraginn vegna þess hvernig það umlykur Reykjavík.

Upphaflega var ákveðið að ellefu þingsæti skyldu fylgja kjördæminu, níu kjördæmissæti og tvö jöfnunarsæti. Í fyrstu kosningunum þar sem notast var við nýju kjördæmaskipunina (2003) voru tvöfalt fleiri kjósendur að baki hverju þingsæti í Suðvesturkjördæmi en voru í Norðvesturkjördæmi og því virkjaðist ákvæði stjórnarskrár um að færa þingsæti á milli kjördæma til að jafna muninn. Í kosningunum 2007 var kjördæmissætum í Suðvesturkjördæmi því fjölgað um eitt á kostnað Norðvesturkjördæmis. Í alþingiskosningunum 2009 voru kjósendur að baki hverju þingsæti í Suðvesturkjördæmi aftur orðnir tvöfalt fleiri en þeir voru í Norðvesturkjördæmi og því var annað kjördæmissæti flutt á milli kjördæmanna fyrir kosningarnar 2013. Þrátt fyrir þennan tilflutning á þingsætum eru ennþá mun fleiri kjósendur að baki hverju þingsæti í Suðvesturkjördæmi en í öðrum kjördæmum. Í þingkosningunum 2021 voru kjósendur að baki hverju þingsæti aftur orðnir tvöfalt fleiri í Suðvestur- en í Norðvesturkjördæmi og því mun þriðja sætið færist á milli þessara kjördæma fyrir næstu kosningar.

Frá upptöku núverandi kjördæmaskipunar hefur Suðvesturkjördæmi verið sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins sem hefur sex sinnum haft fyrsta þingmann þess en Samfylkingin einu sinni.

Sveitarfélög[breyta | breyta frumkóða]

Yfirlitskort af sveitarfélögum í Suðvesturkjördæmi.

Í kjördæminu eru eftirfarandi sveitarfélög (íbúafjöldi 2021 í sviga):

Landfræðilega skiptist kjördæmið í fjóra aðgreinda búta þar sem Kjósarhreppur og Seltjarnarnes eiga ekki mörk að öðrum sveitarfélögum kjördæmisins auk þess sem Krýsuvíkurland Hafnarfjarðar liggur ekki að landi annarra sveitarfélaga í kjördæminu.







Kosningatölfræði[breyta | breyta frumkóða]

Kosningar Kjósendur á
kjörskrá
Breyting Greidd
atkvæði
Kjörsókn Utankjörfundar-
atkvæði
Þingsæti Kjósendur á
hvert þingsæti
Vægi[1]
Fjöldi Hlutfall
greiddra
2003 48.842 á ekki við 43.246 88,5% 3.979 9,2% 11 4.440 76%
2007 54.584 5.742 45.989 84,3% 5.211 11,3% 12 4.549 77%
2009 58.202 3.618 50.315 86,4% 5.624 11,2% 12 4.850 75%
2013 63.125 4.923 52.048 82,5% 8.493 16,3% 13 4.856 78%
2016 68.240 5.115 54.667 80,1% 8.496 15,5% 13 5.249 75%
2017 69.544 1.304 57.255 82,3% 10.923 19,1% 13 5.350 74%
2021 73.729 4.185 59.820 81,1% - - 13 5.671 71%
[1] Vægi atkvæða í Suðvesturkjördæmi miðað við vægi atkvæða á landsvísu.
Heimild: Hagstofa Íslands

Þingmenn kjörnir úr kjördæminu[breyta | breyta frumkóða]

Þingmenn kjörnir úr kjördæminu
Kosningar 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13.
2003 Árni M. Mathiesen  D  Guðmundur Árni Stefánsson  S  Gunnar Birgisson  D  Rannveig Guðmundsdóttir  S  Siv Friðleifsdóttir  B  Sigríður Anna Þórðardóttir  D  Þórunn Sveinbjarnardóttir  S  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir  D  Katrín Júlíusdóttir  S  Gunnar Örlygsson  F  Bjarni Benediktsson  D 
2007 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir  D  Gunnar Svavarsson  S  Bjarni Benediktsson  D  Ármann Kr. Ólafsson  D  Katrín Júlíusdóttir  S  Ögmundur Jónasson  V  Jón Gunnarsson  D  Þórunn Sveinbjarnardóttir  S  Ragnheiður Elín Árnadóttir  D  Siv Friðleifsdóttir  B  Ragnheiður Ríkharðsdóttir  D  Árni Páll Árnason  S 
2009 Árni Páll Árnason  S  Bjarni Benediktsson  D  Guðfríður Lilja Grétarsdóttir  V  Katrín Júlíusdóttir  S  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir  D  Siv Friðleifsdóttir  B  Þórunn Sveinbjarnardóttir  S  Ragnheiður Ríkharðsdóttir  D  Þór Saari  O  Ögmundur Jónasson  V  Magnús Orri Schram  S  Jón Gunnarsson  D 
2013 Bjarni Benediktsson  D  Eygló Harðardóttir  B  Ragnheiður Ríkharðsdóttir  D  Árni Páll Árnason  S  Willum Þór Þórsson  B  Jón Gunnarsson  D  Guðmundur Steingrímsson  A  Ögmundur Jónasson  V  Vilhjálmur Bjarnason  D  Þorsteinn Sæmundsson  B  Katrín Júlíusdóttir  S  Birgitta Jónsdóttir  P  Elín Hirst  D 
2016 Bjarni Benediktsson  D  Bryndís Haraldsdóttir  D  Jón Þór Ólafsson  P  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir  C  Rósa Björk Brynjólfsdóttir  V  Jón Gunnarsson  D  Óttarr Proppé  A  Óli Björn Kárason  D  Eygló Harðardóttir  B  Þórhildur Sunna Ævarsdóttir  P  Vilhjálmur Bjarnason  D  Theodóra S. Þorsteinsdóttir  A  Jón Steindór Valdimarsson  C 
2017 Bjarni Benediktsson  D  Bryndís Haraldsdóttir  D  Rósa Björk Brynjólfsdóttir  V  Guðmundur Andri Thorsson  S  Jón Gunnarsson  D  Gunnar Bragi Sveinsson  M  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir  C  Jón Þór Ólafsson  P  Willum Þór Þórsson  B  Óli Björn Kárason  D  Ólafur Þór Gunnarsson  V  Guðmundur Ingi Kristinsson  F  Jón Steindór Valdimarsson  C 
2021 Bjarni Benediktsson  D  Jón Gunnarsson  D  Willum Þór Þórsson  B  Guðmundur Ingi Guðbrandsson V  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir  C  Bryndís Haraldsdóttir  D  Þórhildur Sunna Ævarsdóttir  P  Þórunn Sveinbjarnardóttir  S  Guðmundur Ingi Kristinsson  F  Óli Björn Kárason  D  Ágúst Bjarni Garðarsson  B  Sigmar Guðmundsson  C  Gísli Rafn Ólafsson  P 

Tengill[breyta | breyta frumkóða]