Dagbjört Hákonardóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Dagbjört Hákonardóttir (f. 14. júlí 1984) er íslenskur lögfræðingur og Alþingismaður fyrir Samfylkinguna

Hún fæddist í Reykjavík og foreldrar hennar eru Katrín Björgvinsdóttir (1959) hjúkrunarfræðingur og Hákon Gunnarsson (1959), rekstrarhagfræðingur.

Starfsferill[breyta | breyta frumkóða]

Dagbjört lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 2004 og lauk BA prófi í lögfræði í Háskóla Íslands.

Hún var laganemi hjá samgönguráðuneytinu frá 2008 – 2010, starfsnemi hjá utanríkisráðuneyti árið 2010, lögfræðingur hjá umboðsmanni skuldara frá 2010 – 2014, lögfræðingur hjá umboðsmanni borgarbúa frá 2015 – 2018, lögfræðingur hjá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara frá 2017 – 2018 og eftir það persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar til 2023.

Stjórnmálaferill[breyta | breyta frumkóða]

Dagbjört var í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna frá 2003 – 2006, stúdentaráðsfulltrúi og stjórnarmaður í Stúdentaráði Háskóla Íslands fyrir Röskvu frá 2005 – 2007, formaður Ungra Evrópusinna frá 2011 – 2013, í stjórn Nippon – íslensk-japanska félagsins frá 2013 –2015, í stjórn Félags frjálslyndra jafnaðarmanna frá 2014 til 2021 og síðar formaður þess til 2023 og hún var í stjórn Vertonet – félags kvenna og kára í upplýsingatækni frá 2022 – 2023.

Hún var í þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður og var kjörinn varaþingmaður, en fór inn á þing eftir að Helga Vala hætti í stjórnmálum árið 2023. [1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Alþingi, Æviágripi - Dagbjört Hákonardóttir(skoðað 12. September 2023)