Rósa Guðbjartsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Rósa Guðbjartsdóttir (f. 29. nóvember 1965) er íslenskur stjórnmálafræðingur og er bæjarstjóri Hafnarfjarðar frá árinu 2018.

Rósa er uppalin í Hafnarfirði, lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla og BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands. Hún starfaði lengi sem fréttamaður hjá Stöð 2 og Bylgjunni og var framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna frá 2001-2006. Rósa var varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi 2007-2009[1], hefur setið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar frá árinu 2006 og verið bæjarstjóri Hafnarfjarðar frá 2018.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Alþingi, Æviágrip - Rósa Guðbjartsdóttir (skoðað 7. september 2019)
  2. Hafnarfjordur.is, „Rósa Guðbjartsdóttir nýr bæjarstjóri“ (skoðað 7. september 2019)