Víðir Reynisson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Víðir Reynisson
Fæddur22. apríl 1967 (1967-04-22) (56 ára)
ÞjóðerniÍslenskur
StörfLögreglumaður
MakiSig­rún María Kristjáns­dóttir
Börn2

Guðmundur Víðir Reynisson (f. 22. apríl 1967) er íslenskur lögreglumaður og yfirlögregluþjónn almannavarnarsviðs hjá ríkislögreglustjóra.

Víðir er fæddur í Vestmannaeyjum og ólst þar upp til ellefu ára aldurs. Hann var ungur meðlimur í Hjálparsveit skáta og nam trésmíði áður en hann varð lögreglumaður. Á ferli sínum í lögreglunni hefur Víðir meðal annars unnið sem deildar­stjóri al­manna­varnar­deildar ríkis­lög­reglu­stjóra, sem lög­reglu­full­trúi á Suðurlandi og öryggis­full­trúi Knattspyrnusambands Íslands. Hann hefur jafnframt tekið þátt í samræmdum aðgerðum gegn ýmsum náttúruhamförum á Íslandi, þar á meðal snjóflóðum á Vestfjörðum 1995, jarðskjálftum á Suðurlandi árin 2000 og 2008, eldgosinu í Eyjafjallajökli árið 2010 og í Grímsvötnum 2011.[1]

Víðir varð landsþekktur á Íslandi í kórónaveirufaraldrinum árið 2020. Vegna yfirvegaðrar framkomu sinnar á daglegum upplýsingafundum um veiruna hefur hann unnið sér inn almennar vinsældir meðal Íslendinga og frasinn „Ég hlýði Víði“ náði talsverðri útbreiðslu til þess að hvetja til fylgni við samkomubannið sem sett var til að hefta útbreiðslu veirunnar.[2]

Víðir var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu heilbrigðismála þann 17. júní 2020.[3]

Víðir sótti einn um endurráðningu í embætti yfirlögregluþjóns almannavarnarsviðs í lok september 2020.[4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Einar Þór Sigurðsson (15. mars 2020). „Nær­mynd af Víði Reynis­syni: „Ég hef ráð­lagt honum að passa upp á svefninn". Fréttablaðið. Sótt 8. apríl 2020.
  2. „„Ég hlýði Víði". mbl.is. 27. mars 2020. Sótt 8. apríl 2020.
  3. Bjarni Pétur Jónsson (17. júní 2020). „Þríeykið fékk fálkaorðuna“. RÚV. Sótt 17. júní 2020.
  4. Vésteinn Örn Pétursson (29. september 2020). „Að­eins Víðir sótti um stöðu Víðis“. Víðir. Sótt 29. september 2020.