Fara í innihald

Eyjólfur Ármannsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Eyjólfur Ármannsson (EÁ)
Innviðaráðherra Íslands
Núverandi
Tók við embætti
21. desember 2024
ForsætisráðherraKristrún Frostadóttir
ForveriSigurður Ingi Jóhannsson
Alþingismaður
frá  kjördæmi    þingflokkur
2021  Norðvestur  Flokkur fólksins
Persónulegar upplýsingar
Fæddur23. júlí 1969 (1969-07-23) (55 ára)
Vestmannaeyjar
StjórnmálaflokkurFlokkur fólksins
MenntunLögfræðingur, LLM
HáskóliHáskóli Íslands
Pennsylvaníuháskóli
Æviágrip á vef Alþingis

Eyjólfur Ármannsson (fæddur 23. júlí 1969 í Vestmannaeyjum) er íslenskur stjórnmálamaður og núverandi innviðaráðherra Íslands. Hann situr á Alþingi fyrir Flokk fólksins í Norðvesturkjördæmi. Hann náði fyrst kjöri í alþingiskosningunum 2021.

Eyjólfur lauk embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands, námi í Evrópurétti við KU Leuven og LLM-prófi við Pennsylvaníuháskóla. Hann hefur lögmannsréttindi og próf í verðbréfamiðlun.

Eyjólfur tók við embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra í ráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur þann 21. desember 2024.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ragnar Jón Hrólfsson; Þorgerður Anna Gunnarsdóttir (21. desember 2024). „Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur er tekin við völdum“. RÚV. Sótt 21. desember 2024.