Fara í innihald

Norðausturkjördæmi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Norðausturkjördæmi
Kort af Norðausturkjördæmi
Þingmenn

  • 9
  • 1
  • 10
Mannfjöldi42.659 (2024)
Sveitarfélög17
Kjósendur
  •  • Á kjörskrá
  •  • Á hvert þingsæti

Kjörsókn80,9% (2021)
Núverandi þingmenn
1.  Ingibjörg Ólöf Isaksen  B 
2.  Njáll Trausti Friðbertsson  D 
3.  Bjarkey Gunnarsdóttir  V 
4.  Líneik Anna Sævarsdóttir  B 
5.  Logi Einarsson  S 
6.  Berglind Ósk Guðmundsdóttir  D 
7.  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson  M 
8.  Jakob Frímann Magnússon  M 
9.  Þórarinn Ingi Pétursson  B 
10.  Jódís Skúladóttir  V 

Norðausturkjördæmi er eitt af kjördæmum Íslands. Það hefur 10 sæti á Alþingi, þar af 1 jöfnunarsæti. Kjördæmið var sameinað úr kjördæmunum Norðurlandi eystra og Austurlandi með þeim undantekningum að Siglufjörður sem áður tilheyrði Norðurlandi vestra er í Norðausturkjördæmi en Hornafjörður sem áður var í Austurlandskjördæmi tilheyrir nú Suðurkjördæmi. Kjördæmið var búið til með nýrri kjördæmaskipan árið 2000. Fyrst var kosið samkvæmt nýrri kjördæmaskipan í Alþingiskosningum 2003.

Í þeim sjö Alþingiskosningum sem hafa fram samkvæmt núverandi kjördæmaskipan hafa bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn þrisvar sinnum átt fyrsta þingmann Norðausturkjördæmis en Vinstri græn einu sinni.

Sveitarfélög

[breyta | breyta frumkóða]

Í Norðausturkjördæmi eru sveitarfélögin: Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Hörgársveit, Akureyrarkaupstaður, Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsstrandarhreppur, Grýtubakkahreppur, Þingeyjarsveit, Norðurþing, Tjörneshreppur, Svalbarðshreppur, Langanesbyggð, Vopnafjarðarhreppur, Múlaþing, Fljótsdalshreppur og Fjarðabyggð.

Kosningatölfræði

[breyta | breyta frumkóða]
Kosningar Kjósendur á
kjörskrá
Breyting Greidd
atkvæði
Kjörsókn Utankjörfundar-
atkvæði
Þingsæti Kjósendur á
hvert þingsæti
Vægi[1]
Fjöldi Hlutfall
greiddra
2003 27.298 á ekki við 23.877 87,5% 2.416 10,1% 10 2.730 123%
2007 27.881 583 23.644 84,8% 3.484 14,7% 10 2.789 126%
2009 28.352 471 24.249 85,5% 3.642 15,0% 10 2.835 128%
2013 29.035 683 24.227 83,4% 4.371 18,0% 10 2.904 130%
2016 29.564 529 23.613 79,9% 4.460 18,9% 10 2.956 132%
2017 29.620 56 24.409 82,4% 5.923 24,3% 10 2.962 133%
2021 29.887 227 24.180 80,9% 5.866 24,3% 10 2.989 135%
2024 31.039 1.152 24.809 79,9% - - 10 3.104 137%
[1] Vægi atkvæða í Norðausturkjördæmi miðað við vægi atkvæða á landsvísu.
Heimild: Hagstofa Íslands

Þingmenn kjörnir úr kjördæminu

[breyta | breyta frumkóða]
Þingmenn kjörnir úr kjördæminu
Kosningar 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10.
2003 Valgerður Sverrisdóttir  B  Halldór Blöndal  D  Kristján L. Möller  S  Jón Kristjánsson  B  Steingrímur J. Sigfússon  V  Tómas Ingi Olrich  D  Einar Már Sigurðarson  S  Dagný Jónsdóttir  B  Birkir Jón Jónsson  B  Þuríður Backman  V 
2007 Kristján Þór Júlíusson  D  Valgerður Sverrisdóttir  B  Kristján L. Möller  S  Steingrímur J. Sigfússon  V  Arnbjörg Sveinsdóttir  D  Birkir Jón Jónsson  B  Einar Már Sigurðarson  S  Þuríður Backman  V  Ólöf Nordal  D  Höskuldur Þór Þórhallsson  B 
2009 Steingrímur J. Sigfússon  V  Birkir Jón Jónsson  B  Kristján L. Möller  S  Kristján Þór Júlíusson  D  Þuríður Backman  V  Höskuldur Þór Þórhallsson  B  Sigmundur Ernir Rúnarsson  S  Björn Valur Gíslason  V  Tryggvi Þór Herbertsson  D  Jónína Rós Guðmundsdóttir  S 
2013 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson  B  Kristján Þór Júlíusson  D  Höskuldur Þór Þórhallsson  B  Steingrímur J. Sigfússon  V  Líneik Anna Sævarsdóttir  B  Valgerður Gunnarsdóttir  D  Kristján L. Möller  S  Þórunn Egilsdóttir  B  Bjarkey Gunnarsdóttir  V  Brynhildur Pétursdóttir  A 
2016 Kristján Þór Júlíusson  D  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson  B  Steingrímur J. Sigfússon  V  Njáll Trausti Friðbertsson  D  Þórunn Egilsdóttir  B  Bjarkey Gunnarsdóttir  V  Einar Aðalsteinn Brynjólfsson  P  Valgerður Gunnarsdóttir  D  Logi Már Einarsson  S  Benedikt Jóhannesson  C 
2017 Kristján Þór Júlíusson  D  Steingrímur J. Sigfússon  V  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson  M  Þórunn Egilsdóttir  B  Njáll Trausti Friðbertsson  D  Logi Már Einarsson  S  Bjarkey Gunnarsdóttir  V  Anna Kolbrún Árnadóttir  M  Líneik Anna Sævarsdóttir  B  Albertína Friðbjörg Elíasdóttir  S 
2021 Ingibjörg Ólöf Isaksen  B  Njáll Trausti Friðbertsson  D  Bjarkey Gunnarsdóttir  V  Líneik Anna Sævarsdóttir  B  Logi Már Einarsson  S  Berglind Ósk Guðmundsdóttir  D  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson  M  Jakob Frímann Magnússon  F  Þórarinn Ingi Pétursson  B  Jódís Skúladóttir  V