Snorri Másson
Útlit
Snorri Másson | |
---|---|
Fæddur | Snorri Másson 1. maí 1997 Reykjavík, Ísland |
Menntun | Háskóli Íslands |
Störf | Fréttamaður |
Þekktur fyrir | Skoðanabræður |
Maki | Nadine Guðrún Yaghi[1] |
Ættingjar | Bergþór Másson (bróðir) |
Snorri Másson (f. 1. maí 1997) er íslenskur hlaðvarpsstjórnandi og fyrrum fréttamaður.
Snorri starfaði um tíma sem blaðamaður á Morgunblaðinu en hóf svo störf sem fréttamaður á Stöð 2 en hefur verið hlaðvarpsstjórnandi í hlaðvarpinu Skoðanabræður ásamt bróður sínum Bergþóri sem þeir byrjuðu með árið 2019.[2] Einnig stofnaði hann sinn eigin fjölmiðil, Ritstjórinn.
Snorri ákvað að bjóða sig fram fyrir Miðflokkinn í Reykjavík í alþingiskosningunum 2024. [3] Hann er oddviti í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Móðir Snorra er Margrét Jónsdóttir Njarðvík, rektor við Háskólann á Bifröst og Már Jónsson, sagnfræðingur. Kona hans er Nadine Guðrún Yaghi sem einnig hefur starfað sem fréttamaður og er hlaðvarpsstjórnandi.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Snorri og Nadine Guðrún nýtt par“. mbl.is. 12. apríl 2022.
- ↑ „Snorri Másson“. Vísir.
- ↑ Snorri fer fram fyrir Miðflokkinn Rúv, sótt 19. október 2024