Lilja Rafney Magnúsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Lilja Rafney Magnúsdóttir (f. 24. júní 1957) er íslenskur stjórnmálamaður. Lilja er með með gagnfræðapróf úr Grunnskólanum Reykjum í Hrútafirði, en hún hefur unnið í fiski og við ýmis almenn verslunar- og skrifstofustörf.

Starf innan verkalýðshreyfingarinnar[breyta | breyta frumkóða]

Lilja var formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins Súganda 1988 – 2004. Hún hefur setið í stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga frá 2004. Varaforseti Alþýðusambands Vestfjarða 1990 – 1992 og frá 1998.

Pólítískur ferill[breyta | breyta frumkóða]

Á árunum 1990 – 1994 var Lilja Oddviti Suðureyrarhrepps 1990-1994. Varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið mars – apríl 1993, nóv. 1998, og Vinstrihreyfinguna grænt framboð, janúar – febrúar 2007. Lilja tók sæti á þingi sem sjötti þingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir Vinstrihreyfinguna Grænt framboð eftir Alþingiskosningarnar 2009.

Önnur störf[breyta | breyta frumkóða]

Í orkuráði 1995 – 1999. Í stjórn Byggðastofnunar 1999 – 2003. Í stjórn Íslandspósts hf. frá 2000, varaformaður frá 2009. Í fulltrúaráði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða frá 2000. Í hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar frá 2006.