Fara í innihald

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2009 2021  Norðvestur  Vinstri græn
Persónulegar upplýsingar
Fædd24. júní 1957 (1957-06-24) (67 ára)
Staður í Súgandafirði
StjórnmálaflokkurAlþýðubandalagið (1991-1999)

Vinstrihreyfingin – grænt framboð (2003-2024)

Flokkur fólksins (2024-)
MakiHilmar Oddur Gunnarsson
Börn4
Æviágrip á vef Alþingis

Lilja Rafney Magnúsdóttir (f. 24. júní 1957) er íslenskur stjórnmálamaður. Lilja er með með gagnfræðapróf úr Grunnskólanum Reykjum í Hrútafirði, en hún hefur unnið í fiski og við ýmis almenn verslunar- og skrifstofustörf.

Starf innan verkalýðshreyfingarinnar

[breyta | breyta frumkóða]

Lilja var formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins Súganda 1988 – 2004. Hún hefur setið í stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga frá 2004. Varaforseti Alþýðusambands Vestfjarða 1990 – 1992 og frá 1998.

Pólítískur ferill

[breyta | breyta frumkóða]

Á árunum 1990 – 1994 var Lilja Oddviti Suðureyrarhrepps 1990-1994. Varaþingmaður fyrir Alþýðubandalagið mars – apríl 1993, nóv. 1998, og Vinstrihreyfinguna grænt framboð, janúar – febrúar 2007. Lilja tók sæti á þingi sem sjötti þingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir Vinstrihreyfinguna Grænt framboð eftir Alþingiskosningarnar 2009.

Lilja sagði sig úr VG árið 2024 vegna stefnu flokksins í sjávarútvegsmálum og gekk hún í kjölfarið í Flokk fólksins og skipaði þar annað sæti á lista í alþingiskosningunum 2024. [1]

Önnur störf

[breyta | breyta frumkóða]

Í orkuráði 1995 – 1999. Í stjórn Byggðastofnunar 1999 – 2003. Í stjórn Íslandspósts hf. frá 2000, varaformaður frá 2009. Í fulltrúaráði Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða frá 2000. Í hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar frá 2006.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Lilja Rafney segir sig úr VG vegna svika flokksins Vísir, sótt 23/6 2024