Fara í innihald

Arna Lára Jónsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Arna Lára Jónsdóttir (ArnaJ)
Bæjarstjóri Ísafjarðar
Í embætti
2. júní 2022 – 7. janúar 2025
ForveriBirgir Gunnarsson
EftirmaðurSigríður Júlía Brynleifsdóttir
Alþingismaður
frá  kjördæmi    þingflokkur
2024  Norðvestur  Samfylking
Bæjarfulltrúi á Ísafirði
frá    flokkur
2006  Í-listinn
Persónulegar upplýsingar
Fædd30. maí 1976 (1976-05-30) (48 ára)
Ísafirði, Íslandi
StjórnmálaflokkurSamfylkingin
MakiBjörn Guðnason
Börn3
Æviágrip á vef Alþingis

Arna Lára Jónsdóttir (f. 30. maí 1976) er íslensk stjórnmálakona og Alþingiskona fyrir Samfylkinguna. Hún var kjörin á Alþingi í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum 2024.

Arna fæddist 30. maí 1976 á Ísafirði.[1][2] Hún er með BSc-gráðu í stjórnmálafræði og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði.[3] Hún hefur unnið í nýsköpun og atvinnuþróun og við byggðaþróunarverkefni hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.[2]

Arna var kjörin í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar í sveitarstjórnarkosningunum 2006 sem frambjóðandi Í-listans, kosningabandalags, Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Frjálslynda flokksins.[3][4] Hún jefur verið bæjarstjóri Ísafjarðar frá júní 2022.[3][5][6] Arna var kjörin ritari Samfylkingarinnar í kosningum í október 2022 þar sem hún sigraði sitjandi ritarann Alexöndru Ýr van Erven.[7][8] Hún hefur setið í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga og fjárfestingafélagsins Hvetjandi.[3]

Arna hefur nokkrum sinnum tekið sæti á Alþingi sem varaþingmaður: Í febrúar 2010 og frá október til nóvember 2012 fyrir Ólínu Þorvarðardóttur, í janúar 2012 fyrir Guðbjart Hannesson og í september 2018, maí og október 2019 og frá janúar til febrúar 2020 fyrir Guðjón S. Brjánsson.[9] Arna var kjörin á Alþingi í Alþingiskosningunum 2024.[10][11] Áætlað er að Sigríður Júlía Brynleifsdóttir taki við af Örnu sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í janúar 2025.[12]

Arna og sambýlismaður hennar, Björn Guðnason, eiga tvær dætur og einn son.[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Þingmenn: Alþingismannatal - Æviágrip þingmanna frá 1845 - Arna Lára Jónsdóttir“. Reykjavík, Íslandi: Alþingi. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. október 2022. Sótt 1. desember 2024.
  2. 2,0 2,1 2,2 „Bæjarstjórinn að vestan“. xs.is. Reykjavík, Íslandi: Samfylkingin. Sótt 1. desember 2024.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 „Arna Lára tekin til starfa sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar“. Ísafirði, Íslandi: Ísafjarðarbær. 3. júní 2022. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. júlí 2023. Sótt 1. desember 2024.
  4. Alexander Kristjánsson (19. október 2022). „Bæjarstjóri Ísafjarðar blandar sér í ritaraslag“. RÚV. Reykjavík, Íslandi. Sótt 1. desember 2024.
  5. „Bæjarstjóri Ísafjarðar vill leiða listann“. Morgunblaðið. Reykjavík, Íslandi. 21. október 2024. Sótt 1. desember 2024.
  6. „Arna Lára á leið í framboð“. Bæjarins besta. Ísafjörður, Íslandi. 21. október 2024. Sótt 1. desember 2024.
  7. Oddur Þórðarson (29. október 2022). „Arna Lára nýr ritari Samfylkingarinnar“. RÚV. Reykjavík, Íslandi. Sótt 1. desember 2024.
  8. „Arna Lára Jónsdóttir nýr ritari Samfylkingarinnar“. xs.is. Reykjavík: Samfylkingin. 29. október 2022. Afrit af upprunalegu geymt þann 11. desember 2023. Sótt 1. desember 2024.
  9. „Þingmenn: Alþingismannatal - Æviágrip þingmanna frá 1845 - Þingseta - Arna Lára Jónsdóttir - þingsetutímabil og embætti“. Reykjavík, Íslandi: Alþingi. Sótt 1. desember 2024.
  10. „Kosningar“. RÚV. Reykjavík, Íslandi. Sótt 1. desember 2024.
  11. „Úrslit Alþingiskosninga í nóvember 2024“. Morgunblaðið. Reykjavík, Íslandi. Sótt 1. desember 2024.
  12. Grétar Þór Sigurðsson (3. desember 2024). „Sigríður Júlía nýr bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar“. RÚV. Sótt 3. desember 2024.