Fara í innihald

Daði Már Kristófersson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Daði Már Kristófersson
Fjármálaráðherra Íslands
Núverandi
Tók við embætti
21. desember 2024
ForsætisráðherraKristrún Frostadóttir
ForveriSigurður Ingi Jóhannsson
Persónulegar upplýsingar
Fæddur22. október 1971 (1971-10-22) (53 ára)
StjórnmálaflokkurViðreisn
MakiÁsta Hlín Ólafsdóttir
Börn4
Æviágrip á vef Alþingis

Daði Már Kristófersson (fæddur 22. október 1971) er íslenskur hagfræðingur og núverandi fjármála- og efnahagsráðherra. Daði starfaði frá 2016 sem prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands en auk þess hefur hann gegnt stöðu deildarforseta Félagsvísindasviðs HÍ.

Daði Már var kjörinn varaformaður Viðreisnar árið 2020.[1] Hann var varaþingmaður fyrir Viðreisn kjörtímabilið 2021-2024.[2] Daði lauk doktorsgráðu í hagfræði frá Norwegian University of Life Sciences árið 2005. Meistaragráðu frá Agricultural University of Norway árið 2000 og BS.c. gráðu í landbúnaðarfræðum frá landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri árið 2000.[3]

Faðir Daða var Kristófer Már Kristinsson varaþingmaður fyrir Bandalag jafnaðarmanna á 9. áratug 20. aldar. Eiginkona hans var Valgerður Bjarnadóttir fyrrum alþingismaður fyrir Samfylkinguna. Móðir Daða var Margrét Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur og maður hennar og fósturfaðir Daða er Halldór Kjartansson rafeindavirki.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Kjartansson, Kjartan (26. september 2020). „Daði Már kjörinn varaformaður Viðreisnar - Vísir“. visir.is. Sótt 6 janúar 2025.
  2. Ragnarsson, Jón Ísak (21. desember 2024). „„Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina" - Vísir“. visir.is. Sótt 21. desember 2024.
  3. „Daði Már Kristófersson - Prófessor“. Háskóli Íslands. Sótt 6 janúar 2025.