Sigmundur Ernir Rúnarsson
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER) | |||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ritstjóri Fréttablaðsins | |||||||||||||
Í embætti 2021–2023 | |||||||||||||
Forveri | Jón Þórisson | ||||||||||||
Eftirmaður | Enginn | ||||||||||||
Alþingismaður | |||||||||||||
| |||||||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||||||
Fæddur | 6. mars 1961 Akureyri, Íslandi | ||||||||||||
Stjórnmálaflokkur | Samfylkingin | ||||||||||||
Maki | Bára Aðalsteinsdóttir (skilin) Elín Sveinsdóttir | ||||||||||||
Börn | 6 | ||||||||||||
Menntun | Blaðamaður | ||||||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Sigmundur Ernir Rúnarsson (f. 6. mars 1961) er íslenskur blaðamaður, ljóðskáld og rithöfundur. Hann er núverandi þingmaður. Sigmundur Ernir sat fyrst á þingi í Norðausturkjördæmis á árunum 2009–2013 fyrir Samfylkinguna.
Sigmundur Ernir er fæddur á Akureyri 6. mars 1961. Að loknum stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1981, sótti hann ýmis fjölmiðlanámskeið í Noregi, Svíþjóð og Bandaríkjunum 1981–1986.
Blaðamennska
[breyta | breyta frumkóða]Sigmundur Ernir var blaðamaður á Vísi árið 1981, á DV 1981–1983 og síðan ritstjórnarfulltrúi á Helgarpóstinum á árunum 1983–1985.
Árið 1985 hóf hann störf við sjónvarp, fyrst sem þáttastjórnandi hjá Ríkissjónvarpinu á árunum 1985–1986 og síðar sem fréttamaður og varafréttastjóri á Stöð 2, 1987–2001. Hann var ritstjóri á DV á árunum 2001–2003 og þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni Skjá 1, á árunum 2003–2004. Hann var fréttaritstjóri á Fréttablaðinu 2004–2005, fréttastjóri á Stöð 2, 2005–2007 og síðan forstöðumaður fréttasviðs þeirrar stöðvar 2007–2009. Sigmundur Ernir var í stjórn Blaðamannafélags Íslands 1988–1990 og í stjórn „Dags íslenskrar tungu“ 1996–2000. Frá 2015-2023 starfaði Sigmundur Ernir sem dagskrár- og ritstjóri Hringbrautar sem var sjónvarpsstöð í einkaeign. Þar var hann m.a. með umræðu og ferðaþætti.
Sigmundur Ernir var ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins í ágúst 2021.[1] Því starfi gengdi hann til apríl 2023 þegar blaðið hætti útgáfu.
Akureyringur
[breyta | breyta frumkóða]Sigmundur Ernir á sterkar rætur á Akureyri og hefur oft talað máli bæjarins. Akureyrarbær skipaði Sigmund „sendiherra Sambandslýðveldisins Akureyrar“ í Reykjavík árið 1997.[2] Hélt hann þeim titli í áraraðir.[3] Hann var formaður verkefnisstjórnar um byggðaáætlun Eyjafjarðar 2001–2004[4] og formaður stjórnar Leikfélags Akureyrar 2003–2009.[5]
Stjórnmálaferill
[breyta | breyta frumkóða]Sigmundur Ernir var alþingismaður Norðausturkjördæmis á árunum 2009–2013 fyrir Samfylkinguna. Þar sat hann m.a. í fjárlaganefnd, heilbrigðisnefnd, iðnaðarnefnd, samgöngunefnd og utanríkismálanefnd 2011–2012. Hann var m.a. í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 2010–2011 og í Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES 2012–2013.[6]
Sigmundur var kjörinn aftur á þing í kosningunum 2024 eftir að Þórður Snær Júlíusson ákvað að taka ekki sæti.
Ljóð og ljóðsögur
[breyta | breyta frumkóða]Eftir ljóðskáldið Sigmund Erni liggja níu ljóðabækur:
- „Kringumstæður“; ljóð 1980 ;
- „Óstaðfest ljóð“; ljóð 1983- Þorvaldur Þorsteinsson teiknaði myndir;
- „Stundir úr lífi stafrófsins“; ljóð 1989;
- „Úr ríki náttúrunnar“ Náttúrustemmur og ljóð sem unnin var með Ara Trausta Guðmundssyni, 1991;
- „Sjaldgæft fólk“; ljóð 1998;
- „Sögur af aldri og efa"; ljóð og ljóðsögur 2001;
- „innbær: útland“; ljóð og ljóðsögur 2002;
- „Eldhús ömmu Rún“; ljóð 2012;
- „Allt þetta hugsafn af árum sem kvað vera ævi“ ljóð 2016.
Sigmundur Ernir hefur einnig gefið út hljómplötu með söngtextum, ljóðskreytt bækur, haldið ljóðasýningar, auk þess að sinna prósaskrifum. Ljóð hans birtust m.a.: í tímaritinu Ljóðormur árið 1986[7]; í Tímariti Máls og menningar árið 2000[8]; og í Verðlaunaljóðum, sem var ljóðasafn nokkurra höfunda í ljóðasamkeppni á vegum Menningarmálanefndar Akureyrar árið 1989. Sigmundur Ernir vann til verðlauna í ljóðasamkeppni vikublaðsins Dag og MENOR 1991 og birti blaðið ljóð hans. [9][10].
Ljóð hans hafa birst viðar: Hann var með ljóðskreytingar í Veislubók Hagkaups: 230 afbragðs uppskriftir, árið 1997. Hann ritaði einnig prósa í ljósmyndabók Díönu Júlíusdóttur, Hnúkurinn, árið 2018.
Árið 2005 komu nokkur ljóða hans út á ensku í bókinni Ice-Floe : International poetry of the far north, sem gefin var út í Anchorage, Alaska.
Aðrar bækur
[breyta | breyta frumkóða]Sigmundur er afkastamikill rithöfundur. Fyrsta skáldsaga hans, Barn að eilífu, kom út árið 2004. Bók hans Flökkusögur - ferðasaga kom út árið 2017.
Sigmundur Ernir hefur einnig ritað ævisögur og bækur um ýmis málefni, sem hafa komið út á bók og á hljóðbókarformi, m.a.:
- Golfklúbburinn Flúðir 20 ára, er kom út 2005;
- Guðni af lífi og sál, ævisaga Guðna Ágústssonar fyrrum landbúnaðarráðherra, 2007;
- Magnea, ævisaga Magneu Guðmundsdóttur, 2009;
- Ein á enda jarðar; ferðasaga Vilborgar Örnu Gissurardóttur á Suðurpólinn, 2013;
- Munaðarleysinginn; ævisaga Matthíasar Bergssonar, 2015;
- Allt mitt líf er tilviljun, ævisaga Birkis Baldvinssonar, 2016;
- Rúna – örlagasaga, ævisaga Rúnu Einarsdóttur frá Mosfelli í Svínavatnshreppi, 2017;
- Níu Líf, ævisaga Gísla Steingrímssonar, 2018.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Alþingi
- Hringbraut sjónvarpsstöð.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins“. Fréttablaðið. 3. ágúst 2021. Sótt 6. ágúst 2021.
- ↑ „Akureyrskt sendiráð í Reykjavík“. www.mbl.is. Sótt 12. mars 2019.
- ↑ „Jólabjórinn kominn suður“. www.mbl.is. Sótt 12. mars 2019.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Timarit.is“. timarit.is. Sótt 12. mars 2019.
- ↑ „Svört fjármálakómedía leikfélags“. www.mbl.is. Sótt 12. mars 2019.
- ↑ „Sigmundur Ernir Rúnarsson“. Alþingi. Sótt 12. mars 2019.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Timarit.is“. timarit.is. Sótt 12. mars 2019.[óvirkur tengill]
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Timarit.is“. timarit.is. Sótt 12. mars 2019.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Timarit.is“. timarit.is. Sótt 12. mars 2019.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Timarit.is“. timarit.is. Sótt 12. mars 2019.