Jens Garðar Helgason
Jens Garðar Helgason (JGH) | |||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() | |||||||
Alþingismaður | |||||||
| |||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||
Fæddur | 15. desember 1976 Eskifirði, Íslandi | ||||||
Stjórnmálaflokkur | Sjálfstæðisflokkurinn | ||||||
Háskóli | Háskóli Íslands Norwegian School of Economics | ||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Jens Garðar Helgason (f. 15. desember 1976) er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi frá alþingiskosningum 2024. Hann hefur verið varaformaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 2025.
Jens er fæddur og uppalinn á Eskifirði. Hann er stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, stundaði nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og er er með MBA-gráðu frá Norwegian School of Economics. Jens var formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð frá 2010 til 2018, hann var formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi 2014-2020 og varaformaður Samtaka atvinnulífsins 2017-2020. Jens gaf kost á sér í fyrsta sæti fyrir Sjálfstæðisflokk fyrir alþingiskosningar 2024 og hafði betur gegn sitjandi oddvita flokksins í kjördæminu, Njáli Trausta Friðbertssyni, þegar raðað var í efstu sæti framboðslista á kjördæmisþingi 20. október 2024.[1] Hann gaf kost á sér sem varaformaður flokksins á landsfundi í mars 2025 og sigraði kosninguna á móti Diljá Mist Einarsdóttur.[2]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Jens Garðar sigraði sitjandi þingmann“. RÚV. 20 október 2024.
- ↑ Pétursson, Árni Sæberg,Vésteinn Örn (3 febrúar 2025). „Vaktin: Framtíð Sjálfstæðisflokksins ræðst - Vísir“. visir.is. Sótt 2. mars 2025.
