Fara í innihald

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG)
Dómsmálaráðherra Íslands
Núverandi
Tók við embætti
21. desember 2024
ForsætisráðherraKristrún Frostadóttir
ForveriGuðrún Hafsteinsdóttir
Alþingismaður
frá til  kjördæmi    þingflokkur
2020 2024  Reykjavík n.  Viðreisn
2024    Reykjavík s.  Viðreisn
Persónulegar upplýsingar
Fædd23. maí 1978 (1978-05-23) (46 ára)
Reykjavík, Íslandi
StjórnmálaflokkurViðreisn
MakiÁgúst Ólafur Ágústsson (skilin)
Börn3
HáskóliHáskóli Íslands (Cand. juris)
Columbia-háskóli (LL.M.)
Æviágrip á vef Alþingis

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (f. 23. maí 1978) er íslenskur lögfræðingur og stjórnmálamaður sem er núverandi dómsmálaráðherra Íslands í ráðuneyti Kristrúnar Frostadóttur. Hún hefur setið á Alþingi fyrir Viðreisn frá árinu 2020, í Reykjavíkurkjördæmi suður til 2024 og síðan í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Þorbjörg nam lögfræði við Háskóla Íslands og hlaut LL.M-gráðu frá Columbia-háskóla í New York. Hún hefur unnið hjá embætti ríkissaksóknara og hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu við meðferð sakamála, sér í lagi við málflutning í kynferðisbrotamálum sem aðstoðarsaksóknari hjá fyrrnefnda embættinu.[1]

Þorbjörg varð sviðsstjóri lagadeildar Háskólans á Bifröst árið 2015.[2]

Þorbjörg skipaði annað sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í Alþingiskosningunum 2017 en náði ekki kjöri á þing. Hún tók sæti á þingi þann 14. apríl 2020 eftir að Þorsteinn Víglundsson, oddviti Viðreisnar í kjördæminu, sagði upp þingsæti sínu.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir“. RÚV. 2016. Sótt 21. apríl 2020.
  2. „Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir nýr sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst“. Háskólinn á Bifröst. 10. júlí 2015. Sótt 21. apríl 2020.
  3. „Þor­björg Sig­ríður tek­ur sæti á þingi“. mbl.is. 14. apríl 2020. Sótt 21. apríl 2020.